Í lok júlí tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um úthlutun til evrópskra háskólaneta (e. European Universities) úr Erasmus+ áætluninni. Um er að ræða 16 net sem áður höfðu verið samþykkt auk fjögurra nýrra. Eitt netanna ber heitið UNIgreen og í því á Landbúnaðarháskóli Íslands sæti.
Það er mikið gleðiefni að annar íslenskur háskóli hafi bæst í hóp evrópskra háskólaneta, en Háskóli Íslands hefur tekið virkan þátt síðustu ár gegnum Aurora-samstarfið. Starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi sendir Landbúnaðarháskóla Íslands hamingjuóskir með glæsilegan árangur.
Alls var 272 milljónum evra veitt til háskólanetanna að þessu sinni og hefur upphæðin aldrei verið hærri. Netin 20 bætast við hóp þeirra 24 háskólaneta sem hlutu samþykki árið 2020 og ná þau til 340 háskóla í 31 landi. Evrópskum háskólanetum er ætlað að tengja saman háskóla í ólíkum löndum álfunnar og veita samstarfsvettvang á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Markmiðið er að þróa nýjar leiðir fyrir kerfisbundið og langvarandi samstarf sem nær bæði þvert á landamæri og námsgreinar.
Hvert háskólanet getur hlotið allt að 14,4 milljónir evra frá Erasmus+ á fjögurra ára tímabili. Samkvæmt stefnumótun Evrópusambandsins fyrir háskóla munu 60 háskólanet hafa hlotið styrk um mitt ár 2024. Erasmus+ mun veita rúmlega milljarði evra til þeirra á tímabilinu 2021-2027 og auk þess mun fjármagn frá Horizon Europe renna til rannsóknarsamstarfs innan netanna.
Fréttatilkynning Evrópusambandsins um veitingu styrkja árið 2022
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.