Evrópusambandið hefur undanfarin ár gefið 18 ára ungmennum tækifæri til að ferðast um Evrópu með lest, í gegnum frumkvæðisverkefnið DiscoverEU. Markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki færi á að ferðast á umhverfisvænan hátt um Evrópu, opna huga sinn gagnvart annarri menningu og kynnast nýju fólki.
DiscoverEU er nokkurs konar happdrætti þar sem ungt fólk svarar spurningum og fer í pott, en í verðlaun eru interrail lestarmiðar sem gilda í 30 daga innan 12 mánaða tímabils.
Á undanförnum árum hafa vaknað áhyggjur af öfgafyllri þjóðernisumræðu í stjórnmálum í Evrópu, hatursorðræðu og hraðri dreifingu falsfrétta. Áhyggjur af því að ungt fólk sé að missa traust sitt á samheldni Evrópu. Fyrir nokkrum árum fengu tvö þýsk ungmenni frábæra hugmynd eftir að hafa ferðast um Evrópu með interrail: myndi það ekki auka umburðarlyndi ef fleira ungt fólk hefði tækifæri til að kynnast betur þvert á landamæri, tungumál og menningu? Úr varð frumkvæðisverkefnið DiscoverEU.
DiscoverEU heppnaðist mjög vel og ESB ákvað að endurtaka miðakeppnina á hverju ári. Frá árinu 2022 hætti DiscoverEU að vera einungis miðað við ESB löndin og varð hluti af Erasmus + áætluninni sem Ísland tekur þátt í. Þetta gefur því einnig 18 ára ungmennum á Íslandi tækifæri til að skoða heimsálfu sína á umhverfisvænan hátt. Það sem meira er, þau sem vinna í leiknum á Íslandi fá ekki aðeins lestarmiðann heldur líka flugmiðann til og frá meginlandinu án endurgjalds. Opnað var fyrir umsóknir í dag, 7. apríl, og opið er til 21. apríl. Miðað er við höfðatölur í úrdrættinum en Ísland fær hátt í 50 vinninga.
Hægt er að lesa nánar um DiscoverEU hér en umsóknarferlið fer fram í gegnum evrópsku ungmennagáttina .
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.