Komdu í kaffi með Erasmus+

28.2.2022

Fimmtudaginn 3. mars milli kl. 14 og 15 ætlum við að vera með létt spjall um tækifærin sem hægt er að sækja um fyrir næsta frest, sem er 23. mars næstkomandi. 

Við viljum sérstaklega bjóða þau ykkar velkomin sem hafið hugleitt að sækja um Erasmus+ en ekki stigið skrefið enn.

Fresturinn í mars er fyrir samstarfsverkefni, bæði stór og smá. Við munum segja aðeins frá ólíkum samstarfsverkefnum og hversu fjölbreytt tækifæri eru í boði. Síðan gefst tími fyrir spjall og spurningar.

Athugið að ekki er þörf á að skrá sig, bara mæta með kaffibollann!

Nánar um umsóknarfresti 2022

Slóð fyrir kaffispjallið .

Þetta vefsvæði byggir á Eplica