Landskrifstofa og starfsmenntahópur Erasmus+ stóðu fyrir fundi með alþjóðafulltrúum sem starfa á sviði starfsmenntunar í framhaldsskólum og stofnunum þann 21. nóvember síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur og deildu þátttakendur þeirri skoðun að gott sé að hittast og ræða málið við aðra sem starfa á sama vettvangi.
Starfsmenntahópur Erasmus+ er sérstakt verkefni innan áætlunarinnar sem hefur það markmið að efla alþjóðastarf í starfsmenntun og þátttöku í Erasmus+ verkefnum. Einnig er hugmyndin sú að veita stuðning við alþjóðafulltrúa á landsvísu þar sem áhersla er lögð á jafningjafræðslu og að skiptast á reynslu og þekkingu. Fulltrúar starfsmenntahópsins eru Ásdís Óskarsdóttir Vatnsdal, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir og Helen Gray, allt reyndir verkefnisstjórar Erasmus+ verkefna. Helga Dagný Árnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir starfa með hópnum sem fulltrúar Landskrifstofu.
Á fundinum var lögð áhersla á framkvæmd Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefna. Helen og Ingibjörg deildu reynslu sinni og gáfu góð ráð varðandi stjórnun og framkvæmd og Helga Dagný kynnti tækifæri Erasmus+ áætlunarinnar. Helen kynnti líka Erasmus+ samstarfsverkefni sem hún stjórnar fyrir hönd IÐUNNAR fræðsluseturs og tengist beint gæðum og viðurkenningu til fyrirtækja sem taka á móti nemum í starfsþjálfun.
Ásdís kynnti rannsókn meðal nemenda sem fá styrk úr Erasmus+ fyrir starfsþjálfun í Evrópu. Rannsóknina gerði Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir Rannís en hún skoðaði upplifun Erasmus+ nema í starfsþjálfun.
Niðurstöðurnar voru almennt mjög jákvæðar og sýna að Erasmus+ starfsþjálfun er frábært tækifæri fyrir nemendur og nýútskrifaða sem læra verknám í framhaldsskólum.
Rannsóknin leiddi í ljós að möguleikinn á að fara í starfsþjálfun í Evrópu og sækja um styrk á vegum Erasmus+ mætti vera betur kynntur fyrir nemum í starfsmenntun. Einnig er þar vakin athygli á mikilvægi þess að meta bæði faglega og félagslega hæfni sem ávinnst með námsdvöl erlendis.
[RVGR1]setja slóð á fréttina okkar um rannsóknina
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.