Hefur þú farið í starfsnám eða starfsþjálfun til að auka færni þína á vinnumarkaði? Evrópusambandið vill heyra af reynslu þinni.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins framkvæmir nú úttekt á þátttöku ungs fólks í Evrópu í starfsþjálfun. Með henni er átt við hvers konar tímabundna reynslu úr atvinnulífinu sem fólk velur sjálft að taka þátt í til að prófa sig áfram og auka færni sína. Mikilvægt er að fá upp sem besta mynd af upplifun ungs fólks af slíkri þátttöku, sem og af sjónarhorni hinna sem ekki hafa fengið tækifæri til að þjálfa sig á þennan hátt. Þannig er hægt að efla gæði og skilvirkni starfsþjálfunar í Evrópu og tryggja að hún breytist í takt við félagslega og efnahagslega þróun í álfunni.
Könnunin er nafnlaus og opin til 13. mars. Hana má fylla út á síðu framkvæmdastjórnarinnar.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.