Erasmus+ framsækin samstarfsverkefni 2022 (Forward-Looking Projects 2022)

14.1.2022

  • Pexels-vicky-tran-1745766

Við vekjum athygli á upplýsingafundi sem haldinn verður á netinu þann 18. janúar næstkomandi á vegum framkvæmdastjórnar ESB (EACEA). Fundurinn er tileinkaður framsæknum samstarfsverkefnum (Forward-Looking Projects), sem eru verkefni þar sem lögð er áhersla á nýjungar sem geta haft víðtæk áhrif. Krafist er samstarfs opinberra aðila og einkaaðila þar sem saman koma bæði rannsakendur og notendur á því sviði sem unnið er með.

Upplýsingar um fundinn og slóð fyrir þátttendur eru á síðu framkvæmdastjórnar ESB.

Áhersla er lögð á starfsmenntun og fullorðinsfræðslu og á fundinum verða gefnar upplýsingar sem varða umsóknarfresti ársins 2022. Fjallað verður um áherslur verkefnaflokksins og veittar hagnýtar leiðbeiningar.

Í verkefnaflokknum eru sex áhersluatriði:

  • Stuðningur við rafræna kennsluhætti
  • Stuðningur til fræðsluaðila vegna umhverfisvænna kennsluhátta
  • Stuðningur við færni til framtíðar
  • Uppbygging og aðferðir við hagnýtar rannsóknir í starfsmenntun
  • Umhverfistengd færni
  • Sérhæfðar námsleiðir fyrir fullorðna
Þetta vefsvæði byggir á Eplica