Næsti umsóknar­frestur um samstarfs­verkefni í Erasmus+ er 4. október nk.

31.8.2022

Kynnið ykkur umsóknarferlið á fundum um samstarfsverkefni sem haldnir verða þann 5. og 9. september nk. 

Samstarfsverkefni í Erasmus+ gera stofnunum og samtökum á sviði mennta- og æskulýðsmála kleift að skiptast á reynslu og þróa nýjar aðferðir í starfsemi sinni í samstarfi við aðila í öðrum Evrópulöndum. Þau eru frábær leið til að styðja við menntun og æskulýðsstarf og hjálpa þeim sem starfa á þessum vettvangi við að takast á við samfélagslegar áskoranir. Mikil áhersla er lögð á inngildingu , loftslagsmál , stafræna væðingu og virka þátttöku fólks í samfélaginu.

Umsóknarfresturinn 4. október er fyrir smærri gerð samstarfsverkefna, þar sem nægir að hafa einn samstarfsaðila í öðru landi. Í æskulýðshluta er þar að auki opið fyrir umsóknir um stærri samstarfsverkefni.

Landskrifstofa Erasmus+ stendur fyrir tveimur kynningarfundum í byrjun september til að fjalla um samstarfsverkefni:

  • Á Nauthóli, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík 5. september milli kl. 15 og 16. Við óskum eftir að þátttakendur skrái sig hér: Skráning .
  • Á Teams-fundi þann 9. september milli kl. 12 og 13. Engrar skráningar er þörf og hægt að tengjast fundinum með því að smella hér

Báðir fundir eru ætlaðir kennurum, stjórnendum, stofnunum, æskulýðssamtökum, sveitarfélögum og öðrum sem hafa áhuga á Evrópusamstarfi á sviði mennta- og æskulýðsmála. Við hlökkum til að sjá ykkur. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica