Fyrsta landsþing Erasmus Student Network á Íslandi

22.10.2025

Erasmus Student Network (ESN) á Íslandi og Landskrifstofa Erasmus+ bjóða nemendum og öðrum áhugasömum að taka þátt í fyrsta landsþingi ESN-Iceland, sem haldið verður 31. október kl. 15:00 í Eddu, Háskóla Íslands. 

Viðburðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi og markmið hans er að kynna ESN-Iceland og fjölbreytt tækifæri til náms, starfs og sjálfboðastarfa, bæði innanlands og erlendis fyrir ungu fólki, samtökum og stofnunum sem starfa á málefnasviðinu.

Landsþingið hefst klukkan 15:00 í Eddu, Háskóla Íslands, þar sem þátttakendur munu hlýða á fjölbreyttar kynningar, pallborðsumræður og fá tækifæri til að spyrja spurninga um ESN-Iceland og önnur alþjóðleg tækifæri í gegnum Erasmus+ og European Solidarity Corps samstarfsáætlanir ESB. 

Í lok dagskrár verður þátttakendum boðið að þiggja léttar veitingar.

Nánari upplýsingar um viðburðinn, dagskrá og skráning þátttöku hér. 

ESN er eitt stærsta sjálfboðaliðanet Evrópu og var stofnað árið 1989 til að styðja og efla nemendur sem taka þátt í skiptinámi og starfsþjálfun erlendis. Samtökin starfa nú í 46 löndum og miða að því að tengja saman ungt fólk og stuðla að persónulegum og faglegum þroska í gegnum alþjóðlega reynslu.

Nú þegar ESN-Iceland hefur verið stofnað á Íslandi býðst ungmennum hér nýr vettvangur til að kynnast fólki frá öllum heimshornum, taka þátt í alþjóðlegum verkefnum og verða hluti af fjölmennu, evrópsku samfélagi sem opnar heim nýrra tækifæra.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica