Erasmus+ vefstofur fyrir umsækjendur um samstarfsverkefni

7.2.2023

Framkvæmdastjórn ESB auglýsir eftir umsóknum um styrki í Erasmus+. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi skipuleggur tvær vefstofur í febrúar til að kynna evrópsk samstarfsverkefni. Þau bjóða mennta- og æskulýðgeiranum upp á fjölbreytt tækifæri til að innleiða nýjar aðferðir og styrkja starfsemi sína.  

13. febrúar kl. 14:00-15:00. Almenn vefstofa um samstarfsverkefni (KA2) í Erasmus+ í öllum flokkum. Vefstofan er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér frekar samstarfsverkefni Erasmus+. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér. Slóð á vefstofu. 

28. febrúar kl. 14:00-15:00. Hagnýt vefstofa um umsóknarskrif fyrir umsækjendur um samstarfsverkefni (KA2) í öllum flokkum. Á vefstofunni verður farið í gegnum umsóknarformið og fjallað um hvað ber að hafa í huga þegar umsókn er skrifuð og send inn. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér. Slóð á vefstofu . 

Næsti umsóknarfrestur Erasmus+ samstarfsverkefna er 22. mars kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica