Baráttan er ekki búin og við erum hér til að hjálpa

15.8.2023

Landskrifstofu Erasmus+ var heiður að taka þátt í hápunkti Hinsegin daga 2023, Gleðigöngunni, þann 12. ágúst. Sólin skein skært og fjölmenni var í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. En þó að Hinsegin dögum sé lokið er vert að hafa í huga yfirskrift þeirra allt árið um kring: Baráttan er ekki búin. Hún heldur áfram svo lengi sem misrétti fyrirfinnst í samfélaginu og til að leggja henni lið eru ýmsir styrkir í boði. 

Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) hafa það markmið að efla jöfn tækifæri í samfélaginu, inngildingu, fjölbreytileika og félagslegt réttlæti. Áætlanirnar bjóða upp á styrki sem styðja við hvers konar baráttu fyrir mannréttindum, þar með talið réttindabaráttu hinsegin fólks. Sért þú að skipuleggja viðburð eða koma á fót verkefni sem tekst á við fordóma, misrétti eða hatursorðræðu ættir þú að kynna þér hvaða möguleika Landskrifstofan býður upp á.

  • Smástyrkir eru veittir til íslenskra samtaka eða hópa ungs fólks sem ætla sér að framkvæma lítil verkefni, fundi eða viðburði. Markmiðið með styrkjunum er að efla ungt fólk og æskulýðsstarf á Íslandi. Hægt er að sækja um styrk til 1. september, sjá nánar hér.
  • Samfélagsverkefni ESC eru verkefni framkvæmd af ungu fólki sem vilja hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Þeim er ætlað að takast á við samfélagslegar áskoranir og efla samstöðu. Næsti umsóknarfrestur er 4. október, sjá nánar hér.
  • Samstarfsverkefni Erasmus+ eru vel til þess fallin að styðja við vinnu á sviði inngildingar og fjölbreytileika á öllum sviðum mennta- og æskulýðsmála. Til dæmis geta þau stutt samtök og stofnanir við að hafa alla regnbogaregnhlífina í huga í starfsemi sinni og í að bjóða upp á hinsegin fræðslu. Þessi verkefni eru unnin í samstarfi við önnur lönd í Evrópu. Næsti umsóknarfrestur er 4. október, sjá nánar:

Samstarfsverkefni á sviði æskulýðsmála

Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu

Samstarfsverkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi

Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar

Samstarfsverkefni á háskólastigi (ekki opið fyrir umsóknir fyrr en á næsta ári)

Hikaðu ekki við að hafa samband við starfsfólk Landskrifstofu ef þú vilt viðra verkefnishugmynd eða ert óviss um næstu skref. Við munum taka vel á móti þér.

Nánari upplýsingar um inngildingu og fjölbreytileika í Erasmus+:

The fight for rights is not over – and we are here to help!

The National Agency of Erasmus+ in Iceland was honoured to participate in the highlight of Reykjavik Pride 2023, the Pride Parade, on August 12. A huge crowd gathered in the sun to celebrate diversity. But even though Reykjavik Pride is over, this year's slogan should be kept in mind all year round: The fight is not over. It will continue as long as there are inequalities in society, and various grants are available to support it.

Erasmus+ and European Solidarity Corps (ESC) promote equal opportunities in society, as well as inclusion, diversity and social justice. The programmes offer grants that support projects striving for human rights, including the rights of the LGBTQIA+ community. If you are planning an event or setting up a project that deals with prejudice, inequality or hate speech, you should learn about the possibilities offered by the Icelandic National Agency.

  • Micro grants are available to organisations or groups of young people who intend to carry out small projects, meetings or events. The aim of the grants is to support young people and youth work in Iceland. You can apply for a grant until September 1, see details here.
  • ESC's solidarity projects are projects carried out by young people who want to have a positive impact on their local community. They are intended to address societal challenges and promote solidarity. The next application deadline is October 4, see details here.
  • Erasmus+ partnership projects are well suited to support work in the field of inclusion and diversity in all areas of education and youth. For example, they can support organisations and institutions to keep the whole rainbow umbrella in mind in their regular activities and to offer queer education. These projects are carried out in collaboration with other countries in Europe. The next application deadline is October 4, see details:

Small-Scale Partnerships

Cooperation Partnerships

Do not hesitate to contact the the National Agency staff if you want to discuss your project ideas or are unsure about the next steps. We will welcome you.

More information about inclusion and diversity in Erasmus+:









Þetta vefsvæði byggir á Eplica