Samstarfsverkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi

Fyrir hverja?

Leik-, grunn- og framhaldsskólar, tónlistarskólar og listnámsskólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám. Skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir lögaðilar sem koma að menntun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. 

Til hvers?

Samstarfsverkefni skóla veitir skólum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni sína með því að:

 1. Vinna með öðrum skólum eða samstarfsaðilum í Evrópu og skiptast á reynslu og góðum vinnubrögðum í kennslu
 2. Vinna að innleiðingu eða þróun nýjunga í skólastarfi

Samstarfsverkefni skulu taka mið af stefnumörkum Evrópusambandsins í menntun og nýta til þess m.a frumkvöðlafærni, tungumálakunnáttu og upplýsingatækni. Þau geta verið mismunandi að stærð og gerð og geta meðal annars snúið að því að auka gæði kennslu og annarrar starfsemi skóla og stofnana.

Í boði eru tvær tegundir verkefna:

 • Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships)
 • Smærri samstarfsverkefni (Small-scale Partnerships) 

Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu.
Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.

 

Markmið samstarfsverkefna

Samstarfsverkefnum sem styrkt verða er sérstaklega ætlað að styðja við áherslur Evrópusambandsins á sviði menntunar.

 • Að auka gæði starfsemi samstarfsaðilanna í verkefninu og deila nýjungum með öðrum, þvert á fag- og starfsgreinar
 • Að styrkja stofnanir sem vinna þvert á landamæri og á milli mismunandi skólastiga og fagreina
 • Að mæta sameiginlegum þörfum og forgangsatriðum á sviði menntunar, þjálfunar og æskulýðsstarfs
 • Að stuðla að framförum (hjá einstaklingum, stofnunum eða innan einstakra geira) sem leitt geta til þróunar og nýrra aðferða sem nýtast aðilum af mismunandi stærð og gerð

Styrkt verkefni þurfa sömuleiðis að styðja við evrópsk stefnumið um að auka gæði menntunar og stuðla að virkara samstarfi á milli skóla og annarra stofnana sem koma að menntun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, atvinnulífs og stjórnvalda til að mæta betur eftirspurn eftir hæfni á vinnumarkaði til framtíðar.

Forgangsatriði

Öll samstarfsverkefni á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla þurfa að styðja við a.m.k. eitt af þeim forgangsatriðum sem ákveðin hafa verið fyrir þessi skólastig og/eða eitt forgangsatriði sem ákveðið hefur verið þvert á öll skólastig/æskulýðsstarf.

Fyrir umsóknarfrest 2021 hafa verið skilgreind eftirfarandi forgangsatriði fyrir samstarfsverkefni á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla:

 • Að takast á við námshamlanir, brottfall úr skóla og litla grunnfærni
 • Að styðja við kennara, skólastjórnendur og aðra sem koma að kennslu
 • Þróun lykilhæfni
 • Að stuðla að alhliða nálgun við kennslu og nám tungumála
 • Að stuðla að áhuga og ágæti í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði (með STEM-kennslu), sem og STEAM-nálguninni (með því að bæta listgreinum við)
 • Að þróa hágæða menntunarkerfi fyrir yngstu nemendurna
 • Viðurkenning á námsárangri þátttakenda í námsferðum til annarra landa

Athugið að nauðsynlegt er að skoða vel hvert forgangsatriði í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide) þar sem þau eru útskýrð nánar. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um viðmið um mat á umsóknum (award criteria).

Almenn forgangsatriði Erasmus+ áætlunarinnar sem gilda um öll skólastig og æskulýðsstarf (horizontal priorities[RR1] ) snúa að því að tryggja aðgengi allra að áætluninni, umhverfisvænu alþjóðastarfi, aukinni starfrænni þróun og færni, sem og sameiginlegum gildum og borgaralegri þátttöku.

Hverjir geta sótt um?

Einungis lögaðilar geta sótt um styrki til að vinna samstarfsverkefni. Áætlunin veitir aðilum sem starfa á eða koma að menntun á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla tækifæri til að vinna verkefni með skóluma og stofnunum í öðrum löndum í því skyni að auka gæði og samstarf milli starfsmenntunaraðila .

Lögaðilar í þátttökulöndunum Erasmus+ áætlunarinnar geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur, auk Tyrklands, Serbíu og Norður-Makedóníu. Stofnanir og samtök frá öðrum löndum geta tekið þátt en ekki verið umsækjendur.

Hvað er styrkt ?

Stærri samstarfsverkefni geta varað í 12 – 36 mánuði og hámarksstyrkur er 400 þúsund evrur. Styrkjaflokkarnir endurspegla mögulega uppbyggingu verkefna en veittir eru styrkir fyrir umsýslu og stjórnun verkefnisins, verkefnisfundi, verkefnisniðurstöður, kynningarviðburði, náms- og þjálfunarviðburði, sérkostnað vegna inngildandi aðgerða og sérstakan kostnað vegna kaupa á vörum og þjónustu. Lágmarksfjöldi samstarfsaðila eru 3 aðilar frá þremur þátttökulöndum Erasmus+. Aðilar frá öðrum löndum geta tekið þátt en ekki verið umsækjendur.

Styrkt verkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í menntun og geta m.a. snúið að því að auka gæði kennslu og annarrar starfsemi samstarfsaðila verkefnisins og aukinni hæfni til alþjóðlegrar samvinnu. Einnig að vinna að nýjum lausnum og aðferðum í skólastarfi.

Smærri samstarfsverkefni geta varað í 6 - 24 mánuði og umsækjendur sækja annað hvort um 30.000 eða 60.000 evrur miðað við umfang verkefnisins. Lágmarksfjöldi samstarfsaðila eru tveir aðilar frá tveimur þátttökulöndum Erasmus+. Aðilar frá öðrum löndum geta ekki tekið þátt.

Eitt markmiða smærri samstarfsverkefna er að auðvelda aðgengi að Erasmus+ áætluninni fyrir nýliða og minni skóla og stofnanir. Einnig að styðja jöfn tækifæri fyrir alla, borgaralega þátttöku og evrópsk gildi í nærsamfélaginu.

Mat á verkefnisumsóknum er í samræmi við markmið og eðli samstarfsins. Miðað við markmið verkefnanna geta þau verið misstór og byggð upp á mismunandi hátt.

Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?

Umsækjendur finna sjálfir sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel valið og kynna sér reynslu og sérþekkingu þeirra sem unnið verður með.

 • Tengslaráðstefnur eru skipulagðar af Landskrifstofum Erasmus+. Þessar ráðstefnur eru kynntar á heimasíðum Landskrifstofa jafnóðum og upplýsingar um þær berast.
 • School Education Gateway er torg þar sem kennarar, skólafólk, sérfræðingar og raunar allir sem tengjast kennslu og skólaþróun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi koma saman. Þar er m.a. að finna verkfæri sem koma að notum við leit að samstarfsaðilum .
 • eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum með hjálp upplýsingatækni

Skilyrði úthlutunar

Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að stofnunin/fyrirtækið sem sækir um styrkinn sé með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang. Hér eru nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica