Fyrir umsækjendur

Leiðbeiningar fyrir stofnanir og lögaðila

Umsóknarfrestir 2018:
Nám og þjálfun 1. febrúar - lokað fyrir umsóknir
Samstarfsverkefni 21. mars - opið fyrir umsóknir

Þegar sækja á um í Erasmus+ er að mörgu að hyggja. Hér hafa verið teknar saman nytsamlegar upplýsingar sem gott er að hafa til hliðsjónar í umsóknarferlinu. 

Vinsamlegast athugið að í menntahluta Erasmus+ geta einungis stofnanir og lögaðilar sótt um styrki.

Menntahluti Erasmus+ styður verkefni í tveimur flokkum. Annars vegar eru veittir styrkir í flokknum Nám og þjálfun og hins vegar í flokknum Samstarfsverkefni. Mikilvægt að gera sér grein fyrir því  að tækifærin geta verið ólík á milli markhópa og skólastiga. 

Umsóknarfrestir 2018

Framkvæmdastjórn ESB auglýsir formlega eftir umsóknum fyrir hvert ár. Þannig er hægt að sækja um styrk fyrir verkefni út frá nákvæmum upplýsingum um hvernig gild umsókn er fyllt út, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti. 

Í menntahluta Erasmus+ eru tveir umsóknarfrestir: 

Nám og þjálfun 1. febrúar, kl. 11:00 að íslenskum tíma.
Samstarfsverkefni 21. mars, kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Sjá nánar um auglýsta  umsóknarfresti 2018 .

Helstu þrepin í umsóknarferlinu

Þrep 1: Kannaðu möguleikana innan Erasmus+

Menntahluti Erasmus+ styður verkefni í tveimur flokkum. Annars vegar eru veittir styrkir í flokknum Nám og þjálfun og hins vegar í flokknum Samstarfsverkefni. Styrkjum til náms- og þjálfunar sem og til samsstarfsverkefna er skipt í flokka eftir markhópum og skólastigum. Mikilvægt að gera sér grein fyrir því  að tækifærin geta verið ólík á milli markhópa og skólastiga.

Skoða tækifæri eftir skólastigum:

Skólar (leik-,grunn- og framhaldskólastig)
Starfsmenntun
Háskólastig
Fullorðinsfræðsla

Þrep 2: Lestu handbókina

Lestu Erasmus+ handbókina til að tryggja að þú skiljir reglurnar sem liggja að baki styrkveitingum og hvort verkefnið þitt falli undir kröfur sem gerðar eru um umsóknir í viðkomandi flokk og eftir áherslusviðum.

Þrep 3: Gakktu úr skugga um að stofnunin/lögaðilinn sé kominn með PIC-númer og sæktu númer ef það er ekki til

Áður en sótt er um styrk í Erasmus+ þarf að skrá stofnunina/lögaðilann inn í Þátttakendagáttina (Participant Portal einnig kallað URF, Unique Registration Facility) til að sækja svokallað PIC-númer. Til að hægt sé að sækja PIC númer þarf fyrst að búa til aðgang inn á vefgátt Framkvæmdastjórnar ESB, EU-login.  EU-login aðgangur er síðan notaður til að skrá sig inn í kerfið þar sem PIC númerið er sótt. Athugið að við mælum með því að þessi skráning sé gerð miðlægt í stofnuninni/fyrirtækinu t.d. einhver sem tengist rekstrinum beint. Sá sem skráir PIC númer er tengiliður vegna þess og getur þurft að uppfæra upplýsingar um stofnunina/lögaðilann á komandi árum. Athugið að hægt er að búa til EU-login aðgang á netfang sem ekki er skráð á einstakling heldur t.d. á almennt netfang stofnunar/lögaðila. Með því að nota slíkan aðgang er hægt að koma í veg fyrir að aðgangur að skráningu PIC glatist við það að einstaklingur hverfi frá störfum við stofnun/fyrirtæki.

Þrep 4: Sæktu umsóknareyðublaðið

Þú sækir umsóknareyðublaðið sem er pdf-skjal, inn á síðu viðkomandi umsóknaflokks. Þú smellir á heiti viðkomandi umsóknarflokks. Þar kemstu inn á síðu þar sem þú getur sótt rétt umsóknareyðublað.

Sækja umsóknareyðublað

Frekari stuðningur við umsækjendur

Kennslumyndbönd

Starfsfólk Landskrifstofu hefur útbúið kennslumyndbönd ætluð umsækjendum í menntahluta Erasmus+. Hægt er að skoða þessi myndbönd hér á vefsíðunni sem og á Youtube-rás Landskrifstofunnar.

Námskeið fyrir umsækjendur

Á hverju ári stendur starfsfólk Landskrifstofu fyrir námskeiðum fyrir umsækjendur. Að jafnaði eru haldin nokkur námskeið út á landsbyggðinni sem og í Reykjavík. Einnig eru námskeiðin í Reykjavík iðulega aðgengileg í vefstofu Rannís (í beinni á netinu). Þessi námskeið eru auglýst hér á vefsíðunni, sem á facebook síðu Menntaáætlunarinnar og einnig eru auglýsingar um námskeið send út á póstlista Rannís.

Skrá mig á póstlista Rannís

Ráðgjöf hjá starfsfólki Landskrifstofu

Ertu með hugmynd að samstarfsverkefni en óskar eftir ráðgjöf? Þá er gott að fylla út meðfylgjandi form fyrir verkefnishugmynd. Formið hjálpar þér að móta hugmyndina þína og nýtist síðan bæði til að fá ráðgjöf hjá verkefnisstjóra á Landskrifstofu og einnig við að kynna hugmyndina fyrir væntanlegum samstarfsaðilum í öðrum Evrópulöndum.

Sækja form fyrir verkefnishugmynd í flokki 2, Samstarfsverkefni í menntun

Vinsamlegast fylltu eyðublaðið út áður en þú óskar eftir ráðgjöf með verkefnisstjóra, í gegnum tölvupóst eða síma,  á Landskrifstofu Erasmus+ fyrir menntahlutann. Best er að fylla það út á ensku til að geta kynnt hugmyndina fyrir væntanlegum samstarfsaðilum erlendis.

Landskrifstofan mælir sérstaklega með að þú lesir um verkefnaflokkinn Samstarfsverkefni fyrir þitt skólastig og markhóp áður en eyðublaðið er fyllt út.

Við mælum einnig með því að þú lesir Erasmus+ Handbókina áður en þú fyllir út formið og sendir til okkar: Senda póst.

Þú getur einnig haft samband beint við starfsfólk Landskrifstofu sem er ávallt boðið og búið að veita aðstoð og ráðgjöf í umsóknarferlinu, í öllum flokkum umsókna. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica