EU Login - Hvað er það?

EU Login aðgangur er aðgangur inn á vefgátt Framkvæmdastjórnar ESB. EU Login aðgangur er síðan notaður til að skrá sig inn í mismunandi kerfi sem notuð eru í tengslum við umsóknir og styrki.

Eu-login_1521642858355

Aðeins þeir sem þurfa aðgang að þessum kerfum þurfa EU Login aðgang. 

Nýskráning (til að sækja um EU Login aðgang).

Teknar hafa verið saman ítarlegar leiðbeiningar um EU Login aðganginn.

Þau kerfi sem EU Login veitir meðal annars aðgang að eru:

  • Participant Portal eða Þátttakandagáttin þar sem sótt er PIC númer fyrir stofnanir eða lögaðila sem sækja um í Erasmus+ áætlunina.

  • Umsóknakerfi Erasmus+ (á við í þeim hlutum áætlunarinnar sem notast við vefeyðublöð en ekki pdf eyðublöð).

  • Mobility Tool sem er umsjónarkerfi þar sem meðal annars er haldið utan um fjárhagshluta og skýrslur verkefna sem hafa fengið styrk.

  • Erasmus+ verkefnabankinn þar sem niðurstöður styrktra verkefna eru skráðar.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica