Fullorðinsfræðsluaðilar, sem og aðrir lögaðilar, s.s. fyrirtæki, aðilar vinnumarkaðar, háskólar og rannsóknastofnanir geta sótt um styrki til að stuðla að nýbreytni og framþróun í fullorðinsfræðslu.
Samstarfsverkefni veita fullorðinsfræðslustofnunum og öðrum aðilum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni starfsmanna sinna. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir í fullorðinsfræðslu þar sem áhersla er lögð á nýbreytni og gæði.
Styrkt verkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í fullorðinsfræðslu. Þau geta verið mismunandi að stærð og gerð og geta meðal annars snúið að því að auka gæði kennslu og annarrar starfsemi á sviði fullorðinsfræðslu.
Í boði eru tvær tegundir verkefna:
Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships)
Smærri samstarfsverkefni (Small-scale Partnerships).
Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu.
Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.
Samstarfsverkefnum sem styrkt verða er sérstaklega ætlað að styðja við áherslur Evrópusambandsins á sviði menntunar og æskulýðsstarfs.
Markmið samstarfsverkefna (Cooperation Partnerships og Small-Scale Partnerships)
Að auka gæði framkvæmdar samstarfsaðilanna í verkefninu og deila nýjungum með öðrum, þvert á fag- og starfsgreinar.
Að styrkja stofnanir sem vinna þvert á landamæri og á milli mismunandi skólastiga og fagreina.
Að mæta sameiginlegum þörfum og forgangsatriðum á sviði menntunar, þjálfunar og æskulýðsstarfs.
Að stuðla að framförum (hjá einstaklingum, stofnunum eða innan einstakra geira) sem leiða til umbóta og nýrra aðferða .
Í minni samstarfsverkefnum (Small-Scale Partnerships) er að auki stefnt að eftirfarandi atriðum:
Öll samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu þurfa sömuleiðis að styðja við a.m.k. eitt af þeim forgangsatriðum sem ákveðin hafa verið fyrir fullorðinsfræðslu og/eða eitt forgangsatriði sem ákveðið hefur verið þvert á öll skólastig/æskulýðsstarf.
Einungis lögaðilar geta sótt um styrki til að vinna að samstarfsverkefnum.
Aðilar/stofnanir sem sinna fullorðinsfræðslu geta m.a. verið:
Fullorðinsfræðslustofnanir sem sinna ólíkum markhópum, s.s. fötluðum einstaklingum.
Háskólar sem sinna endur- og símenntun.
Lítil og meðalstór fyrirtæki.
Aðilar vinnumarkaðar, s.s. samtök aðila iðnaðar, atvinnulífs og launþega.
Opinberir aðilar, t.d. á sveitarstjórnarstigi.
Rannsóknarstofnanir.
Stofnanir sem eru ekki reknar í ábataskyni, s.s. félagasamtök.
Bókasöfn og menningarstofnanir.
Stofnanir sem sinna náms- og starfsráðgjöf.
Styrkir til samstarfsverkefna eru veittir í formi fastrar upphæðar (lump sum) og umsækjendur geta sótt um eftirfarandi upphæðir
Verkefnaflokkur | Styrkupphæð (lump sum) |
Smærri samstarfsverkefni (Small scale partnerships) |
30.000 EUR |
60.000 EUR | |
Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships) |
120.000 EUR |
250.000 EUR | |
400.000 EUR |
Allir verkefnastyrkir Erasmus+ eru stuðningur og gera ráð fyrir mótframlagi aðila verkefnisins. Í umsókninni er ekki farið fram á að mótframlag sé útskýrt í smáatriðum heldur þarf áætlaður kostnaður við framkvæmd verkefnisins að vera hærri en styrkupphæðin sem sótt er um.
Við gerð fjárhagsáætlunar ber að hafa í huga að ef hún er metin óraunhæf verður að hafna umsókninni. Við afgreiðslu umsókna er ekki hægt að lækka styrkupphæð sem sótt er um.
Styrkupphæðin snýr að þeim verkþáttum sem leyfilegir eru í Erasmus+ samstarfsverkefnum:
Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships) geta varað í 12 – 36 mánuði
Lágmarksfjöldi samstarfsaðila eru 3 aðilar frá þremur þátttökulöndum Erasmus+. Aðilar frá öðrum löndum geta tekið þátt en ekki verið umsækjendur. Undantekning er Hvíta Rússland en aðilar þaðan geta ekki tekið þátt.
Styrkt verkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í fullorðinsfræðslu og geta m.a. snúið að því að auka gæði í fullorðinsfræðslu, auka aðgang að fjölbreyttum, vönduðum námsleiðum og endurmenntun bæði nemenda og kennara. Einnig að vinna að nýjum lausnum og aðferðum miðað við þarfir greinarinnar.
Smærri samstarfsverkefni (Small-Scale) geta varað í 6 - 24 mánuði.
Lágmarksfjöldi samstarfsaðila eru tveir aðilar frá tveimur þátttökulöndum Erasmus+.
Eitt markmiða smærri samstarfsverkefna er að auðvelda aðgengi að Erasmus+ áætluninni fyrir nýliða og minni skóla, stofnanir og fyrirtæki. Einnig að styðja jöfn tækifæri fyrir alla, borgaralega þátttöku og evrópsk gildi í nærsamfélaginu.
Mat á verkefnisumsóknum bæði smærri og stærri samstarfsaðila er í samræmi við markmið og eðli samstarfsins. Miðað við markmið verkefnanna geta þau verið misstór og byggð upp á mismunandi hátt.
Umsækjendur verða sjálfir að finna sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel valið og kynna sér reynslu og sérþekkingu þeirra sem unnið verður með.
EPALE, vefgátt fullorðinsfræðslu í Evrópu býður upp á leit að samstarfsaðilum (partner search). Stofnanir eða félagasamtök innan fullorðinsfræðslu geta skráð sig á EPALE og komist í samband við áhugasama aðila í öðrum Evrópulöndum
Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að stofnunin/samtökin sem sækja um styrkinn séu með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang. Hér eru nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer.
Lögaðilar í þátttökulöndunum 32 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 27, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Norður-Makedóníu. Stofnanir og samtök frá öðrum löndum geta tekið þátt en ekki verið umsækjendur.
Öll samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu þurfa að styðja við a.m.k. eitt af þeim forgangsatriðum sem ákveðin hafa verið fyrir fullorðinsfræðslu og/eða eitt forgangsatriði sem ákveðið hefur verið þvert á öll skólastig/æskulýðsstarf. Þau snúa að inngildingu , grænum áherslum , stafrænum áherslum og virkri þátttöku .