Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu

Fyrir hverja?

Fullorðinsfræðsluaðilar, sem og aðrir lögaðilar, s.s. fyrirtæki, aðilar vinnumarkaðar, háskólar og rannsóknastofnanir geta sótt um styrki til að stuðla að nýbreytni og framþróun í fullorðinsfræðslu. 

Til hvers?

Samstarfsverkefni veita fullorðinsfræðslustofnunum og öðrum aðilum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni starfsmanna sinna. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir í fullorðinsfræðslu þar sem áhersla er lögð á nýbreytni og gæði. 

Styrkt verkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í fullorðinsfræðslu. Þau geta verið mismunandi að stærð og gerð og geta meðal annars snúið að því að auka gæði kennslu og annarrar starfsemi á sviði fullorðinsfræðslu.

Í boði eru tvær tegundir verkefna:  

 • Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships)  

 • Smærri samstarfsverkefni (Small-scale Partnerships). 

Umsóknarfrestur

Næsti frestur er 23. mars 2022 kl. 11.

Vefstofa um samstarfsverkefni

Hvert er markmiðið?

Verkefnum sem styrkt verða er sérstaklega ætlað að styðja við áherslur Evrópusambandsins á sviði menntunar og æskulýðsstarfs:

 • Að auka gæði starfsemi samstarfsaðilanna í verkefninu og deila nýjungum með öðrum, þvert á fag- og starfsgreinar 

 • Að styrkja stofnanir sem vinna þvert á landamæri og á milli mismunandi skólastiga og fagreina  

 • Að mæta sameiginlegum þörfum og forgangsatriðum á sviði menntunar, þjálfunar og æskulýðsstarfs 

 • Að stuðla að framförum (hjá einstaklingum, stofnunum eða innan einstakra geira) sem leiða til umbóta og nýrra aðferða  

Öll samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu þurfa að styðja við a.m.k. eitt af þeim forgangsatriðum sem ákveðin hafa verið fyrir fullorðinsfræðslu og/eða eitt forgangsatriði sem ákveðið hefur verið þvert á öll skólastig/æskulýðsstarf.  

Fyrir  umsóknarfrest 2021 hafa verið skilgreind eftirfarandi forgangsatriði fyrir samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu:  

 • Aukin tækifæri til gæðamenntunar fyrir fullorðna. Stutt er við gerð og þróun námstækifæra sem laga má að þörfum nemenda, til dæmis með stafrænni menntun og blöndu af stafrænni menntun og menntun sem fram fer staðnum. Áhersla er einnig lögð á raunfærnimat á óformlegri og formlausri menntun.

 • Endurmenntun sem auðveldar fólki að aðlagast breyttum aðstæðum. Markmiðið er að búa til nýjar námsleiðir, sérstaklega fyrir fólk með litla formlega menntun og bjóða því aukinn stuðning til náms.

 • Aukin menntun kennara og leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu. Hægt verður að sækja um styrki til raunfærnimats á hæfni þeirra, nýrra kennsluaðferða og stuðning við starfsfólk fullorðinsfræðslustofnana.

 • Aukin gæði í fullorðinsfræðslu. Stutt verður við þróun gæðamats og eftirfylgni.

 • Þróun fullorðinsfræðslustofnana sem horfa til framtíðar. Stofnanir sem styðja við menntun á sínu svæði, leggja áherslu á jafnan aðgang allra hópa og lýðræðislega þátttöku allra, fá sérstaka athygli.

 • Að vekja athygli á Erasmus+ meðal allra hópa samfélagsins.

Hverjir geta sótt um?

Einungis lögaðilar geta sótt um styrki til að vinna að samstarfsverkefnum.

Aðilar/stofnanir sem sinna fullorðinsfræðslu geta m.a. verið:

 • Fullorðinsfræðslustofnanir sem sinna ólíkum markhópum, s.s. fötluðum einstaklingum.

 • Háskólar sem sinna endur- og símenntun.

 • Lítil og meðalstór fyrirtæki.

 • Aðilar vinnumarkaðar, s.s. samtök aðila iðnaðar, atvinnulífs og launþega.

 • Opinberir aðilar, t.d. á sveitarstjórnarstigi.

 • Rannsóknarstofnanir.

 • Stofnanir sem eru ekki reknar í ábataskyni, s.s. félagasamtök.

 • Bókasöfn og menningarstofnanir.

 • Stofnanir sem sinna náms- og starfsráðgjöf.

Stærri samstarfsverkefni: Hvað er styrkt? 

Stærri samstarfsverkefni geta varað í 12-36 mánuði og hámarksstyrkur er € 100–400 þúsund evrur.  Styrkjaflokkarnir endurspegla mögulega uppbyggingu verkefna. Veittir eru styrkir fyrir umsýslu og stjórnun verkefna, verkefnafundi,  verkefnaniðurstöður, kynningarviðburði, náms- og þjálfunarviðburði, sérkostnaði vegna inngildandi aðgerða og sérstökum kostnaði vegna kaupa á vörum og þjónustu. Lágmarksfjöldi samstarfsaðila eru 3 aðilar frá þremur þátttökulöndum Erasmus+. Aðilar frá öðrum löndum geta tekið þátt en ekki verið umsækjendur. 

Styrkt verkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í fullorðinsfræðslu og geta m.a. snúið að því að auka aðgang að gæða námi, endurmenntun bæði nemenda og kennara og aukið raunfærnimat. Einnig að vinna að nýjum lausnum og aðferðum miðað við þarfir greinarinnar. 

Smærri samstarfsverkefni: Hvað er styrkt? 

Smærri samstarfsverkefni geta varað í 6-24 mánuði og umsækjendur sækja annað hvort um 30.000 EUR eða 60.000 EUR, miðað við umfang verkefnis. Lágmarksfjöldi samstarfsaðila eru tveir frá tveimur þátttökulöndum Erasmus+.  Aðilar frá öðrum löndum geta tekið þátt en ekki verið umsækjendur. Eitt markmiða smærri samstarfsverkefna er að auðvelda (bæta/auka) aðgengi smærri aðila og þeirra sem ekki hafa mikla reynslu af alþjóðasamstarfi, að Erasmus+ áætluninni. 

Mat á verkefnisumsóknum er í samræmi við markmið og eðli samstarfsins. 

Miðað við markmið verkefnanna, geta þau verið misstór og byggð upp á mismunandi hátt. 

Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?

Umsækjendur verða sjálfir að finna sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel valið og kynna sér reynslu og sérþekkingu þeirra sem unnið verður með.

EPALE, vefgátt fullorðinsfræðslu í Evrópu býður upp á leit að samstarfsaðilum (partner search). Stofnanir eða félagasamtök innan fullorðinsfræðslu geta skráð sig á EPALE og komist í samband við áhugasama aðila í öðrum Evrópulöndum

Skilyrði úthlutunar

Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að stofnunin/samtökin sem sækja um styrkinn séu með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang. Hér eru nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer. 

Þátttökulönd

Lögaðilar í þátttökulöndunum 32 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 27, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Norður-Makedóníu. Stofnanir og samtök frá öðrum löndum geta tekið þátt en ekki verið umsækjendur.

Forgangsatriði 2021

 • Bæta og auka framboð hágæða námstækifæra sem eru sniðin að þörfum fullorðinna m.a. með því að efla stafræna færni og bjóða nám á netinu. Einnig að nýta raunfærnimat til að meta hæfni sem viðkomandi hefur aflað sér, m.a. með óformlegri eða formlausri menntun.
 • Auðvelda fólki í fullorðinsfræðslu að auka færni sína með því m.a. að bjóða námsmat og námsráðgjöf, námsleiðir sérsniðnar að þörfum sérhvers einstaklings og vinna að því að meta færni sem fengist hefur með óformlegri og formlausri menntun.
 • Þróa nýjar aðferðir eða leiðir til að efla færni kennara og annars starfsfólks í fullorðinsfræðslu, sérstaklega varðandi markvissa kennsluhætti og starfsþróun starfsfólks svo fullorðinsfræðslan verði árangursríkari. Það felur einnig í sér að meta hæfni kennara og annars starfsfólks.
 • Efla gæðamat í fullorðinsfræðslu. Þessu forgangsatriði er ætlað að bæta og þróa gæðamatskerfi í fullorðinsfræðslu.
 • Koma á fót framsæknum fræðslusetrum. Þetta er nýtt forgangsatriði sem miðar að því að styðja við námsúrræði í nærumhverfi og bjóða öllum í samfélaginu upp á nám alla ævi með markvissri notkun stafrænnar tækni. Verkefni geta t.d. verið á vegum fræðslumiðstöðva, bókasafna eða félaga- og menningarsamtaka og eiga að efla lífsleikni og lykilhæfni almennings og hvetja fólk til virkrar þátttöku í samfélaginu.
 • Kynna Erasmus+ menntaáætlunina fyrir öllum kynslóðum með verkefnum sem gefa eldri borgurum tækifæri til að skiptast á reynslu og þekkingu og efla Evrópuvitund þeirra.

Þetta er stytt þýðing á helstu forgangsatriðum í Handbók Erasmus+.

Öll samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu þurfa að styðja við a.m.k. eitt af þeim forgangsatriðum sem ákveðin hafa verið fyrir fullorðinsfræðslu og/eða eitt forgangsatriði sem ákveðið hefur verið þvert á  öll skólastig/æskulýðsstarf. Þau snúa að inngildingu , grænum áherslum , stafrænum áherslum og virkri þátttöku
Þetta vefsvæði byggir á Eplica