Lögaðilar og stofnanir sem sinna fullorðinsfræðslu geta sótt um styrki fyrir starfsfólk til að sinna gestakennslu eða annarri starfsþróun erlendis.
Stofnanir með Erasmus+ aðild geta einnig sótt um styrki til að senda nemendur í nám og þjálfun erlendis.
Lokað er fyrir umsóknir. Næsti umsóknarfrestur er á vormánuðum 2023.
Erasmus+ veitir fullorðinsfræðslustofnunum tækifæri til að sækja um styrki til að senda starfsfólk til samstarfsaðila í fullorðinsfræðslu í einu af þátttökulöndum áætlunarinnar til að sinna kennslu og starfsþjálfun eða sækja sér meiri þekkingu á sviði fullorðinsfræðslu, s.s. með þátttöku í fagtengdum námskeiðum eða með starfskynningu hjá fullorðinsfræðsluaðilum.
Hægt er að sækja um dvöl fyrir nemendur stofnana með Erasmus+ aðild í 2-30 daga og má bæta stafrænni þjálfun við þjálfun á staðnum. Lögð er áhersla á nemendur með minni möguleika, sérstaklega þá sem eru með litla formlega menntun. Námið má fara fram á vinnustöðum, hjá sjálfboðaliðasamtökum eða í fullorðinsfræðslustofnunum. Starfsmenn heimastofnunar skulu fylgja nemendum allan tímann.
Umsóknarflokkar náms- og þjálfunarverkefna eru tveir, þ.e. Erasmus+ aðild og Erasmus+ skammtímaverkefni.
Erasmus+ aðild (accredited projects for mobiltiy of learners and staff in adult education and training)
Þeir sem hafa staðfesta Erasmus+ aðild sækja um námsferðir og starfsþjálfun nemenda og starfsfólks í umsóknum aðildar. Umsóknir eru byggðar á áður samþykktri Erasmus áætlun þannig að ekki er krafist nákvæmrar framkvæmdaáætlunar, heldur er áhersla lögð á umfang alþjóðastarfs á tímabili verkefnisins. Úthlutun til einstakra stofnana/samtaka byggir á eftirfarandi atriðum:
Heildarupphæð úthlutaðs fjármagns til náms- og þjálfunarverkefna í fullorðinsfræðslu
Umsókn og áætlun hverrar stofnunar/samtaka
Grunnstyrk og hámarksstyrk hverrar stofnunar/samtaka
Árangri hverrar stofnunar/samtaka varðandi nýtingu fjármagns, framkvæmd verkefna og stuðningi við áhersluatriði Erasmus+ áætlunarinnar um inngildingu, umhverfismál og stafræna kennsluhætti.
Gildistími verkefna: 15 mánuðir
Möguleg dvalarlönd: Þátttökulönd Erasmus+ og önnur lönd
Þeir sem hafa staðfesta Erasmus+ aðild geta einnig sótt um samstarfsnet og verkefni fleiri skóla/stofnana/ fyrirtækja.
Erasmus+ skammtímaverkefni (short term mobility projects)
Þeir sem ekki hafa Erasmus+ aðild geta sótt um námsferðir og starfsþjálfun starfsfólks í umsóknum skammtímaverkefna.
Skammtímaverkefni eru góður kostur fyrir stofnanir sem eru að sækja um í fyrsta sinn og ekki stefna að reglulegri þátttöku í áætluninni heldur vilja sækja um af og til. Aðeins er hægt að sækja um stök verkefni þrisvar sinnum á fimm ára tímabili.
Gildistími verkefna: 6 – 18 mánuðir
Möguleg dvalarlönd: Þátttökulönd Erasmus+
Aðrar leiðir til þátttöku í Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefnum
Markmiðið er að auka möguleika fullorðinsfræðslustofnana á að bjóða upp á hágæða menntun, gefa fullorðnu fólki með ólíkan bakgrunn tækifæri til að mennta sig betur (þ.m.t. að öðlast betri grunnfærni í lestri, skrift og tölvutækni) og að styrkja stofnanirnar almennt í vinnu sinni.
Einungis fullorðinsfræðslustofnanir og aðilar sem sinna skipulagningu fullorðinsfræðslu geta sótt um styrki.
Aðilar sem geta sótt um aðild/styrk í fullorðinsfræðslu Erasmus+ áætlunarinnar geta m.a. verið:
Skilyrði (1): fræðsluaðilar sem bjóða nám á sviði fullorðinsfræðslu.
Nám sem telst styrkbært í Erasmus | Dæmi um framkvæmdaraðila |
Námskeiðahald í fullorðins- og framhaldsfræðslu | Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og aðrir fræðsluaðilar |
Náms- og starfsráðgjöf í fullorðins- og framhaldsfræðslu | Viðurkenndir fræðsluaðilar: Fræðsluaðilar sem hlotið hafa formlega viðurkenningu ráðuneytisins og annast raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og námskeiðahald í framhaldsfræðslu |
Raunfærnimat | Viðurkenndir fræðsluaðilar: Fræðsluaðilar sem hlotið hafa formlega viðurkenningu ráðuneytisins og annast raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og námskeiðahald í framhaldsfræðslu |
Formleg grunn- og framhaldsfræðsla fyrir fullorðna byggð á vottuðum námskrám | Símenntunarmiðstöðvar og aðrir viðurkenndir fræðsluaðilar |
Formleg framhaldsfræðsla fyrir fullorðna innflytjendur | Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar |
Óformlegt nám í fullorðinsfræðslu skipulagt og framkvæmt af hæfum leiðbeinendum | Félags- eða þjónustumiðstöðvar, ýmis félagasamtök, bókasöfn, háskólar fyrir fólk á þriðja aldursskeiði, lýðskólar, opnir háskólar, einkaaðilar, stéttarfélög og aðrar stofnanir sem bjóða upp á sérnámsnámskeið (t.d. í tungumálum, stafrænni færni eða annarri lykilhæfni) |
Óformleg fræðsla og þjálfun fyrir einstaklinga með minni möguleika í samfélaginu (s.s. fólk með fötlun, farandverkamenn, aldraðir eða fátækir) | Menningarmiðstöðvar, bókasöfn, söfn, leikhús, tónlistar- og listasamtök, foreldrafélög, félagasamtök, mannúðarsamtök, fagfélög |
Áætlanir um félagslega aðlögun eða lífsleikni einstaklinga sem afplána eða hafa afplánað refsidóma eða verið dæmdir fyrir afbrot | Fangelsi og aðrar betrunarstofnanir, veitendur félagsþjónustu, félagasamtök, mannúðarsamtök |
Skilyrði (2): Menntayfirvöld og aðrir opinberir aðilar, stofnanir og hagsmunaaðilar sem hafa formlegt hlutverk á sviði fullorðinsfræðslu
Hlutverk innan menntakerfis | Dæmi um framkvæmdaraðila |
Að stofna og hafa umsjón með fullorðinsfræðslustofnunum | Sveitarfélög, ríkisstofnanir og aðrir opinberir aðilar |
Þjálfun, ráðning og stjórnun starfsfólks í fullorðinsfræðslu | Menntayfirvöld, háskólar, fræðsluaðilar á vegum aðila vinnumarkaðar |
Að skilgreina og innleiða námsáætlun fullorðinna á öllum stigum | Menntayfirvöld og aðrir opinberir aðilar |
Stjórnun og gæðaeftirlit með framkvæmd fullorðinsfræðslu | Menntayfirvöld og aðrir opinberir aðilar |
Skilgreina hæfniramma, staðla og tækifæri fyrir samfellda fagmenntun sem veitir fullorðinsfræðslu | Menntayfirvöld og aðrir opinberir aðilar í samráði við hagsmunaaðila |
Veita kennurum og leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu faglegan stuðning og handleiðslu | Háskólar, símenntunarstöðvar og fagfélög kennara og leiðbeinenda |
Veita náms- og starfsráðgjöf, fagráðgjöf og sálfræðilegan stuðning fyrir fullorðna nemendur | Náms- og starfsráðgjafar, verkalýðsfélög, símenntunar-, þjónustu- og félagsmiðstöðvar, mannúðarsamtök, félagasamtök, samtök sem veita sálfræðistuðning fyrir fullorðna |
Umsýslustyrkur
Kostnaður tengdur framkvæmd verkefnisins t.d. undirbúningur, stuðningur, eftirfylgni, staðfesting dvalar og kynning niðurstaðna. Styrkurinn miðast við fjölda þátttakenda og tegund ferða.
Flokkur | Upphæð |
|
EUR 100 fyrir hvern þátttakanda |
|
EUR 350 fyrir hvern þátttakanda |
Ferðastyrkur
Stuðningur við ferðakostnað þátttakenda og fylgdarmanna. Miðað er við ferðir báðar leiðir. Við ákvörðun fjarlægðar þarf að nota “distance calculator” og miða við beina línu frá upphafsstað til áfangastaðar. Ferðastyrkur umhverfisvænna ferða er veittur þegar þátttakandi hefur valið vistvænni ferðamáta en flug. Green Travel á hins vegar aðeins við ef lengsti ferðaleggur í km. er grænn ferðamáti og á þess vegna sjaldan við um ferðalög frá Íslandi.
Fjarlægð | Hefðbundinn ferðastyrkur | Ferðastyrkur umhverfisvænna ferða (Green travel) |
0-99 km | 23 EUR | |
100 – 499 km | 180 EUR | 210 EUR |
500 – 1999 km | 275 EUR | 320 EUR |
2000 – 2999 km | 360 EUR | 410 EUR |
3000 – 3999 km | 530 EUR | 610 EUR |
4000 – 7999 km | 820 EUR | |
8000 km eða meira | 1500 EUR |
Uppihaldsstyrkur
Stuðningur við uppihaldskostnað þátttakenda og fylgdarmanna þeirra meðan á dvölinni stendur.
Miðað er við dvalartíma og að hámarki 2 ferðadaga, nema þegar veittur er umhverfisvænn ferðastyrkur en þá geta ferðadagar verið allt að 6. Neðangreindar upphæðir miða við einn dag og gilda fyrir dag 1 – 14. Frá degi 15 og til loka dvalar er styrkupphæðin 70% þessara upphæða.
Þátttakandi | Landahópur 1 | Landahópur 2 | Landahópur 3 |
Starfsfólk | 180 EUR | 160 EUR | 140 EUR |
Nemendur | 120 EUR | 104 EUR | 88 EUR |
Stuðningur vegna inngildingar (inclusion)
Sýna þarf fram á að raunveruleg þörf sé á viðbótarstyrk vegna þátttöku viðkomandi.
Viðbótarstyrkur vegna undirbúnings og skipulagningar dvalar fólks með minni möguleika til þátttöku í Erasmus+ | 100 EUR fyrir hvern þátttakanda |
Styrkur vegna raunverulegs viðbótarkostnaðar vegna þátttöku nemenda og starfsfólks með minni möguleika til þátttöku í Erasmus+ | 100% raunverulegs kostnaðar |
Undirbúningsheimsóknir
Styrkur vegna ferða og uppihalds | 575 EUR fyrir hvern þátttakanda. Hámarksfjöldi þátttakenda í hverri ferð eru þrír. |
Námskeiðsgjöld
Styrkur vegna námskeiðsgjalds | 80 EUR fyrir hvern þátttakanda á dag. Hámarksstyrkur fyrir hvern þátttakanda eru 800 EUR |
Stuðningur vegna tungumálaundirbúnings
Styrkur vegna tungumálastuðnings þátttakenda vegna tungumála sem ekki eru í boði í OLS tungumálakerfinu. |
150 EUR fyrir hvern þátttakanda |
Styrkur vegna sérstaklega kostnaðarsamra ferða
Viðbótarstyrkur er veittur vegna ferða frá svæðum sem talin eru afskekkt og ferðakostnaður því mikill | Styrkurinn byggir á raunkostnaði og er að hámarki 80%. |
Starfsfólk
Nemendur
2-30 dagar
Umsækjendur verða sjálfir að finna sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel val samstarfsaðila og kynna sér þeirra reynslu og fagsvið.
Hægt er að leita á vefsvæði EPALE að samstarfsaðilum
Styrkþegar geta verið m.a. kennarar, leiðbeinendur og annað starfsfólk fullorðinsfræðslustofnana (t.d. stjórnendur, sjálfboðaliðar, náms- og starfsráðgjafar og stefnumótendur).
Í undantekningartilvikum má senda fólk utan stofnunarinnar ef það gegnir lykilhlutverki í verkefninu.
Lögaðilar í þátttökulöndunum Erasmus+ áætlunarinnar geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Norður-Makedóníu. Einnig er mögulegt er að vinna með aðilum í löndum utan Evrópu og Bretlandi. Þeir geta ekki leitt verkefni en verið fullgildir samstarfsaðilar.
Markmið náms- þjálfunarverkefna á sviði fullorðinsfræðslu er að styðja við þátttöku íslenskra fullorðinsfræðsluaðila í alþjóðlegu samstarfi, vinna að markmiðum Evrópusambandsins í fullorðinsfræðslu, s.s. auka grunnfærni og efla getu fullorðinna til atvinnuþátttöku og styrkja Evrópusamstarf stofnana á þessu sviði. Markmiðið er sömuleiðis að stuðla að yfirfærslu þekkingar og auka færni og hæfni þeirra sem sinna fullorðinsfræðslu í Evrópu.