Hugmyndasmiðja og undirbúningur fyrir Erasmus+ samstarfsverkefni

24.1.2023

Ath! Þessari smiðju hefur verið aflýst af óviðráðanlegum ástæðum.

Landskrifstofa Erasmus+ stendur fyrir hugmyndasmiðju og kynningu þar sem umsækjendur eru hvattir til að vinna með eigin hugmyndir. Hugmyndasmiðjan er ætluð kennurum, stjórnendum, stofnunum, fyrirtækjum, æskulýðssamtökum, sveitarfélögum og öðrum sem hafa áhuga á að sækja um samstarfsverkefni með öðrum löndum í Evrópu. 

Samstarfsverkefni í Erasmus+ gera skólum, stofnunum, fyrirtækjum og samtökum á sviði mennta- og æskulýðsmála kleift að skiptast á reynslu og þróa nýjar aðferðir. Þau eru frábær leið til að styðja við menntun og æskulýðsstarf og hjálpa þeim sem starfa á þessum vettvangi að takast á við samfélagslegar áskoranir.

  • Staður: Nauthóll við Nauthólsveg, 101 Reykjavík, 31.janúar milli kl. 14 – 15:30
  • Boðið er upp á kaffiveitingar
  • Þátttakendur vinsamlegast skrái sig hér: Skráning

Við hlökkum til að sjá ykkur. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica