Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi stendur fyrir spurningakeppni með Evrópuþema vegna Erasmus daga og Time to Move herferðarinnar. Spurningakeppnin er haldin á Stúdentakjallaranum miðvikudaginn 11. október.
Í boði verða drykkir meðan birgðir endast auk veglegra vinninga. Dagskráin hefst klukkan 18 og lýkur um 20.
Allar frekari upplýsingar má finna á Facebook viðburðinum.
Ætlunin er að vekja athygli á öllum þeim möguleikum sem standa ungu fólki til boða í gegn um evrópskt samstarf. Þar má nefna skiptinám, sjálfboðaliðastörf, samfélagsverkefni, starfsnám og svona mætti lengi telja.
Fulltrúar frá Landskrifstofu og European Solidarity Corps verða á svæðinu til að svara öllum spurningum sem viðstaddir hafa um evrópskt samstarf.
Erasmus dagar eru haldnir ár hvert en á þeim er hvers kyns Erasmus+ samstarfi fagnað. Dagarnir eru í þetta sinn haldnir frá 9. til 14. október.
Time to Move herferðin er tengd Eurodesk og er til að vekja athygli á möguleikum fyrir ungt fólk innan Evrópu. Eurodesk veitir upplýsingar um áhugaverð tækifæri í 37 Evrópulöndum.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.