Átta verkefni hlutu styrki fyrir æskulýðsverkefni og samfélagsverkefni European Solidarity Corps

18.1.2023

Þann 12. janúar var haldinn upphafsfundur í Borgartúni 30 fyrir þau sem hlutu styrk fyrir æskulýðsverkefni í Erasmus+ og samfélagsverkefni European Solidarity Corps í seinni umsóknarfrest ársins 2022. 

 Að þessu sinni hlutu 8 verkefni styrki sem námu samtals um 17 milljónum króna. 

Fulltrúar styrkþega kynntu verkefnin sín og farið var yfir helstu þætti verkefnastjórnunar. 

Í kjölfar upphafsfundarins býðst styrkþegunum okkar að sitja Youthpass námskeið þar sem verkefnastjórar fá stuðning við að vinna með lærdómsferlið af þátttökunni.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica