Erasmus+ býður í aðventukaffi

29.11.2023

Fimmtudaginn 7. desember kl. 14:30 hjá Rannís, Borgartúni 30.

Langar þig að fræðast um Erasmus+ áætlunina og þau tækifæri sem eru í boði með óformlegu kaffispjalli á aðventunni?

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi býður öllum þeim sem starfa að mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum og hafa áhuga á evrópskum styrkjum að kíkja til okkar í aðventukaffi. Boðið verður upp á kynningu á helstu atriðum Erasmus+ og óformlegt spjall í kjölfarið.

Þetta er upplagt tækifæri til að kveðja árið sem senn er á enda en um leið leggja drög að spennandi áformum á nýju ári.

Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir 6. desember hér .

Þetta vefsvæði byggir á Eplica