Europass

Skref til framtíðar

Fyrir hverja?

Europass er fyrir alla sem vilja skjalfesta nám sitt eða reynslu innan 32 landa Evrópu. Í  Europass möppunni eru fjögur skjöl sem skipta máli vegna menntunar- og starfshæfni einstaklings og eru þau samhæfð fyrir öll lönd Evrópu.

  1. Rafræn ferliskrá: Í Europass ferilskrána er hægt að skrá fleiri atriði en í hefðbundna ferilskrá. Þar er t.d. skráð tungumálakunnátta, félags- og tæknileg færni, tölvukunnátta, listræn færni og önnur færni sem náðst hefur við leik og störf.
  2. Starfsmenntavegabréf: Europass starfsmenntavegabréf er staðfesting á því að einstaklingur hafi hlotið starfsþjálfun í öðru Evrópulandi.
  3. Viðauki með starfsmenntaskírteini: Lýsing á íslensku starfsnámi sem hægt er að framvísa erlendis. 
  4. Viðauki með háskólaskírteini: Viðaukinn er veittur öllum þeim sem ljúka háskólanámi á Íslandi og sýnir námsárangur út frá Evrópska hæfnirammanum um menntun. 

Til hvers?

Meginmarkmiðið með Europass er að auðvelda gegnsæi menntunar og starfsreynslu, bæði heima og að heiman. Europass er einnig ætlað að auðvelda samhæfingu prófskírteina og viðurkenninga. 

Rafrean-ferilskraRafræn ferilskrá

Starfsmenntavegabref_1588256249903 Starfsmenntavegabréf

02f17092-2-Viðauki með starfsmenntaskírteini

Viðauki með háskólaskírteini
Þetta vefsvæði byggir á Eplica