Málstofa um alþjóðastarf í starfsmenntun verður haldin á Nauthóli, mánudaginn 27. nóvember kl. 14:00-16:30. Kynnt verður rannsókn sem gerð var meðal nemenda í starfsmenntun sem hafa farið í starfsþjálfun til Evrópu með styrk frá Erasmus+ áætluninni, en þau telja reynsluna verulega verðmæta, bæði faglega og félagslega.
Auk þess að fjalla um rannsóknina og niðurstöður hennar mun málstofan taka fyrir tækifærin sem bjóðast í Erasmus+ áætluninni fyrir þennan markhóp. Áhersla verður lögð á gæði starfsnámsins og mat sem og mikilvægi starfs alþjóðafulltrúa í því sambandi. Nemendur munu segja frá sinni reynslu og fulltrúar skóla og fyrirtækja ræða mikilvægi og áhrif evrópsks samstarfs á starfsmenntun.
Málstofan er skipulögð af starfsmenntateymi Erasmus+ hjá Rannís. Hún er hugsuð fyrir skólastjórnendur, alþjóðafulltrúa í framhaldsskólum, annað skólafólk og fulltrúa fyrirtækja sem sinna starfsþjálfun fyrir starfsmenntanema.
Dagskrá:
Fundarstjóri: Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA náms- og starfsráðgjöf, MBA, eigandi SHJ ráðgjafar.
Léttar veitingar í boði.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.