Erasmus+ stefnumótandi verkefni nýtast aðilum sem hafa áhuga á að þróa, prófa og leggja mat á nýjar lausnir í menntun og þjálfun. Verkefnin miða að því að skapa traustan grunn fyrir framtíðarstefnumótun á evrópskum vettvangi og stuðla að raunverulegum umbótum í menntakerfum með markvissari stefnumótun. Íslenskar stofnanir eru meðal þeirra sem hafa hlotið veglega styrki fyrir stefnumótandi samstarf á fjölbreyttum málefnasviðum.
Sótt er um til Framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála í Brussel í gegnum umsóknargátt Evrópusambandsins. Næsti umsóknarfrestur er 8. apríl 2026 og verða 54 milljónir evra til úthlutunar, eða tæpir átta milljarðar íslenskra króna.
Næsti umsóknarfrestur snýr að tíu viðfangsefnum og skal hver umsókn taka á einu þeirra:
1. Árangursþættir í ákvarðanatöku og notkun stafræns námefnis hjá kennurum, leiðbeinendum og stjórnendum skóla og stofnana: Verkefnin munu greina hvað skiptir mestu máli þegar kennarar, skólastjórnendur og menntastofnanir velja, nota og meta stafrænt námsefni til að bæta ákvarðanatöku og auka gæði efnisins.
2. Samstarf við fyrirtæki um ábyrga og siðferðilega hönnun, þróun og notkun gervigreindar í menntun og þjálfun: Verkefnin munu þróa og prófa samstarf milli opinberra- og einkaaðila til að tryggja að gervigreindarlausnir í menntun séu siðferðilegar og gagnsæjar.
3. Gervigreind og persónusniðnar námsleiðir - gervigreindarlausnir til að efla grunnfærni: Verkefnin munu þróa og prófa gervigreindarlausnir til að efla grunnfærni nemenda í gegnum einstaklingsmiðað nám og draga þannig úr færnibilum og bæta námsárangur.
4.
Örnám (e. micro-credentials) – innviðir og stefnumörkun: Verkefnin
munu þróa og styrkja innviði fyrir viðurkenningu á örnámi til að auka traust og
samanburðarhæfni milli landa og fagsviða og gera örnám þannig að viðurkenndri
lausn fyrir sí- og endurmenntun og færniþróun á vinnumarkaði.
5.
STE(A)M-miðstöðvar í leik-, grunn-, framhalds-, og starfsmenntaskólum: Verkefnin
munu þróa miðstöðvar í STEM-greinum þar sem unnið er meðal annars að nýsköpun í
kennslu, betri þjálfun fyrir kennara, aukins samstarfs við fyrirtæki og
stofnanir, kynningarherferðum um mikilvægi STE(A)M og mati á árangri.
6.
Efling grunnfærni nemenda: Verkefnin munu prófa og meta valdar
aðgerðir til að bæta grunnfærni barna og unglinga í lestri, stærðfræði,
náttúrufræði, sem og stafræna og borgaralega hæfni og þannig veita mikilvæga
innsýn í árangursríka stefnumótun.
7.
Aðferðir til að efla grunnfærni nemenda í starfsmenntun: Verkefnin munu
þróa og prófa nýjar kennsluaðferðir til að samþætta þjálfun grunnfærni og sérhæfðar
starfsþekkingar meðal nemenda í starfsmenntun. Markmiðið er að sporna við
brottfalli, auka starfs-, borgaralega- og félagslega hæfni og samfélagslega
þátttöku.
8.
Viðurkenning starfsréttinda – Bætt gagnsæi og viðurkenning milli
landa: Verkefnin munu þróa og prófa sameiginlegar námsleiðir sem auka
samanburðarhæfni starfsmenntunar milli landa og gera námið alþjóðlegra og meira
aðlaðandi.
9. Svæðisbundið færnisamstarf í fullorðinsfræðslu: Verkefnin
munu þróa skipulag um svæðisbundið samstarfs og hrinda í framkvæmd sameiginlegum
aðgerðum til að efla endur- og símenntun fólks á vinnumarkaði.
10.
„Motivation in Motion“ – aðgengileg endur- og símenntunartækifæri:
Verkefnin munu prófa nýjar og sveigjanlegar leiðir fyrir fullorðna,
sérstaklega þau sem standa höllum fæti, til að taka þátt í endur- og símenntun
í sínu nærumhverfi og draga úr hindrunum eins og tímaskorti og neikvæðri
reynslu af skólagöngu.
Nánari upplýsingar:
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.