Nýlega lauk Europass-leiknum 2025 og bar Aron Elí Sævarsson sigur úr býtum og tryggði sér 100.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair. Í leiknum sendu þátttakendur inn ferilskrá og var dregið úr þeim.
Leikurinn var hluti af kynningarátaki fyrir Europass, sem er stafrænt verkfæri sem auðveldar þér að sækja um nám og störf. Markmiðið er að gera ferilskráa- og kynningarbréfagerð einfaldari, betri og aðgengilegri – sama hvert þú stefnir.
Við óskum Aroni innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að heyra hvernig hann nýtir gjafabréfið til að skapa nýjar minningar.
Sigurvegari Europass leiksins Aron Elí Sævarsson ásamt
tengilið Eruopass á Íslandi Tönju Teresa Leifsdóttur.
Við þökkum innilega fyrir þátttökuna í leiknum og vonum að þátttakendur hafi haft gaman og gagn af því að kynna sér Europass-verkfærið í leiðinni.
Mér fannst Europass bara algjör snilld, ég hafði ekki heyrt af þessu áður og í staðinn fyrir að vera að fara í gervigreindina eða fara á netið að leita að einhverju templatei þá gat ég bara fyllt inn fyrir ferilskrána og fengið hana bara tilbúina. – Aron Elí
búið til faglega ferilskrá og kynningarbréf,
haldið utan um menntun, hæfni og starfsreynslu á einum stað,
safnað gögnum sem nýtast í umsóknum,
og æft þig fyrir atvinnuviðtöl með leiðbeiningum og verkfærum kerfisins.
Farðu inn á Europass og byrjaðu núna!
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.