Evrópusambandið hefur hafið opið samráð um leiðir til að einfalda viðurkenningu á menntun og hæfni einstaklinga frá löndum utan ESB sem vilja starfa í löndum sambandsins. Frestur til að taka þátt í samráðinu er 27. febrúar.
Samráðið er hluti af stefnumótun Evrópusambandsins (ESB) undir yfirskriftinni Bandalag um færni (e. Union of Skills), sem miðar að því að efla færni fólks með betri menntun, þjálfun og endurmenntun, bæta viðurkenningu á hæfni þess og þannig aðstoða fólk við að mæta breytingum á vinnumarkaði og styrkja samkeppnisstöðu álfunnar.
Ein af fyrirhuguðum aðgerðum er að einfalda og samræma viðurkenningu á menntun og hæfni einstaklinga frá löndum utan ESB innan aðildarríkjanna, svo einstaklingar hafi greiðari aðgang að atvinnutækifærum innan sambandsins. Mörg sem vilja starfa innan ESB mæta flóknum ferlum til að fá menntun og hæfni sína viðurkennda, sem getur tafið ráðningar, aukið kostnað og gert fyrirtækjum og stofnunum erfiðara að ráða hæft fólk frá löndum utan ESB. Samráðið er opið einstaklingum, atvinnurekendum og ráðningaraðilum, sem og stjórnvöldum, stofnunum og samtökum sem hafa aðkomu að málaflokknum.
Markmiðið er að safna saman reynslu og sjónarmiðum um þessar áskoranir, áhrif þeirra og mögulegar lausnir til að gera viðurkenningu á hæfni einstaklinga frá löndum utan ESB einfaldari, hraðari og áreiðanlegri með hugsanlegri löggjöf. Þátttaka tekur aðeins stutta stund en er mikilvæg til að sjónarmið íslenskra aðila heyrist í þessari stefnumótun.
Frestur til að svara könnuninni og/eða senda inn skriflegt álit er til 27. febrúar 2026.
Allar nánari upplýsingar á samráðssíðu Evrópusambandsins
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.