Ertu kennari eða skólastjórnandi í leik- eða grunnskóla með áhuga á alþjóðlegu samstarfi í gegnum eTwinning? Þá býður eTwinning á Íslandi upp á tvö spennandi tækifæri vorið 2026. Annars vegar ráðstefna í Prag fyrir leik- og grunnskólakennara og hins vegar ráðstefna í Þessalóníku fyrir skólastjórnendur.
Hvenær: 26.–28. mars 2026
Hvar: Prag, Tékkland
Kostnaður: Ferðakostnaður og uppihald er greitt af eTwinning á Íslandi
Þátttakendur frá Íslandi: Eitt pláss í boði
Tungumál: Enska
Vinnusmiðjan í Prag er ætluð kennurum í leikskóla eða á yngsta stigi grunnskóla sem vilja efla alþjóðlegt samstarf og þróa eTwinning-verkefni í kennslu. Þátttakendur fá tækifæri til að deila reynslu, kynnast kennurum frá öðrum Evrópulöndum og vinna að hugmyndum að nýjum verkefnum.
Frestur til að sækja um er til 6. febrúar 2026.
Hvenær: 16.–18. apríl 2026
Hvar: Þessalóníka, Grikkland
Kostnaður: Ferðakostnaður og uppihald eru greidd af eTwinning á Íslandi
Þátttakendur frá Íslandi: Tvö pláss í boði
Tungumál: Enska
Vinnusmiðjan í Þessalóníku er ætluð skólastjórnendum sem vilja styrkja hlutverk sitt í alþjóðlegu samstarfi og innleiðingu eTwinning í skólastarf. Áhersla verður lögð á leiðtogahlutverk, stefnumótun og hvernig skólastjórnendur geta stutt kennara í alþjóðlegum verkefnum.
Við höfum takmörkuð pláss í boði á vinnusmiðjurnar og því hvetjum við áhugasama kennara og skólastjórnendur til að fylgjast vel með. Þeir sem ekki hafa tekið þátt í erlendum eTwinning- eða Erasmus+ viðburðum á vegum Rannís síðastliðin tvö ár kunna að hafa forgang.
Frestur til að sækja um er 6. febrúar 2026.