Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi leggur áherslu á öflugt og gott samstarf við alþjóðafulltrúa skóla og stofnana áætlunarinnar. Til
þess að fá betri yfirsýn yfir það sem vel er gert og hvað mætti betur fara í
alþjóðastarfi var ráðist í að framkvæma
könnun meðal alþjóðafulltrúa í starfsmenntaskólum og stofnunum um land allt í
lok ársins 2024.
Til að tryggja gott samstarf veitir Landskrifstofa Erasmus+ upp á ráðgjöf og og reglubundna fundi og fræðslu um þau tækifæri sem felast í þátttöku í verkefnum Erasmus+ áætlunarinnar. Á vegum Landskrifstofunnar er einnig starfandi ráðgjafahópur utanaðkomandi sérfræðinga, svokallað starfsmenntateymi Erasmus+, sem hefur m.a. það hlutverk að styðja við þátttökuskóla Erasmus+.
Maskína sá um gerð rafrænnar könnunar í samstarfi við Landskrifstofuna og starfsmenntateymið og var hún send út til 30 starfandi alþjóðafulltrúa. Viðbrögð við könnuninni voru einstaklega jákvæð og náðist 93% svarhlutfall. Spurt var m.a. um alþjóðastefnu og eftirfylgd við hana, starf og hlutverk alþjóðafulltrúa, stuðning frá stjórnendum og hvers konar þjálfun vantaði helst.
Í könnuninni kom fram að alþjóðastarf er almennt öflugt í starfsmenntaskólum. 93% skóla hafa unnið stefnu um alþjóðastarf og starf alþjóðafulltrúa er skilgreint sem ákveðið starfshlutfall í 67% tilfella.
Einnig kom fram að námsferðir nemenda og starfsfólks eru staðfestar með formlegum hætti.
Þegar spurt var um starf alþjóðafulltrúa innan skólanna og stuðning kom fram að mikil fylgni er milli öflugs og árangursríks alþjóðastarfs og stuðnings skólastjórnenda. Einnig kom fram að í 54% tilfella töldu alþjóðafulltrúar að of lítill tími væri tileinkaður alþjóðastarfi.
Í kjölfar spurningakönnunarinnar fóru fram djúpviðtöl við nokkra alþjóðafulltrúa sem gefið höfðu kost á sér til þeirra og voru þeir valdir af handahófi. Maskína sá einnig um djúpviðtölin og var markmið þeirra að kafa dýpra í umhverfi alþjóðafulltrúa og fanga stemningu og viðhorf gagnvart alþjóðastarfi skóla og stofnana. Þátttakendur voru almennt mjög ánægðir með verkefnið og þakklátir fyrir að fá tækifæri til að deila skoðunum sínum á ýmsum þáttum alþjóðastarfsins.
Meðal niðurstaðna úr djúpviðtölum kemur fram að mikill munur er á aðstæðum alþjóðafulltrúa. Í sumum skólum og stofnunum eru starfandi teymi sem koma að alþjóðastarfinu en í öðrum tilfellum upplifa alþjóðafulltrúar sig einangraða og að þau þurfi meiri stuðning. Einnig kom fram að margir telja sig þurfa meiri þjálfun og þekkingu á starfinu og stefnir Landskrifstofa Erasmus+ að því að útbúa meira stuðningsefni og bjóða upp á þjálfun í auknum mæli.
Hér er hægt að nálgast samantekt á niðurstöðum:
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.