Framkvæmdastjórn ESB auglýsir styrki til þeirra sem starfa að menntun fullorðinna. Styrkir geta verið frá 400.000 evrum til 500.000 evra að hámarki.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn ESB auglýsir styrki til þess að koma á fót samstarfi fjölbreytts hóps aðila í starfsmenntun til þróunar og nýsköpunar í starfsmenntun (Centres of Vocational Excellence).
Lesa meiraFramkvæmdastjórn ESB stendur um þessar mundir fyrir opnu samráði um óformlegt og formlaust nám (raunfærnimat)
Lesa meiraRáðstefna um jöfn tækifæri í Erasmus+ fór fram föstudaginn 11. október í Menntaskólanum í Kópavogi. Erasmusdagar eru haldnir árlega víða um Evrópu til að vekja athygli á öllum þeim góðu verkefnum og starfi sem er styrkt af Erasmus+, styrkjaáætlun ESB fyrir mennta- æskulýðs- og íþróttamál. Íslenski viðburðurinn var að þessu sinni helgaður málefnum þeirra hópa sem hafa færri tækifæri og vakin athygli á því markmiði Erasmus+ að efla þátttöku þeirra í tækifærum erlendis og í samfélaginu í heild.
Lesa meira„Engin þjóð hefur af jafn miklum þrótti nýtt sér tækifærin til margvíslegra menningarlegra samskipta á sviði lista, rannsókna, kennslu og náms og Íslendingar“ segir í skýrslu starfshóps utanríkisráðherra um EES-samninginn sem birt var á vef Alþingis í vikunni. Skýrslan er ein viðamesta úttekt sem gerð hefur verið á umfangi og ávinningi EES-samningsins síðan hann tók gildi fyrir aldarfjórðungi. Hún var gerð að beiðni Alþingis í þeim tilgangi að greina kosti og galla EES-aðildar og áhrif hennar á íslenskt samfélag. Niðurstaðan er afdráttarlaus: EES-samningurinn lifir góðu lífi og hætta væri á einangrun, stöðnun og afturför ef horfið væri frá honum.
Lesa meiraÞann 14. október verður haldin málstofa í tilefni af Evrópsku starfsmenntavikunni í húsi Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1, Reykjavík frá kl. 10:00 til 11:30.
Lesa meiraVegna tæknilegra örðugleika hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekið þá ákvörðun að framlengja umsóknarfrestinn sem áður var 1. október um eina viku, eða til 8. október 2019 (kl. 10 að morgni að íslenskum tíma eins og áður).
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.