Evrópsku starfsmenntavikunni á Íslandi ýtt úr vör með málstofu

2.10.2019

 • VetVika

Þann 14. október verður haldin málstofa í tilefni af Evrópsku starfsmenntavikunni í húsi Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1, Reykjavík frá kl. 10:00 til 11:30.

Evrópska starfsmenntavikan verður haldin í fjórða sinn dagana 14. – 18. október næstkomandi. Í Starfsmenntavikunni er starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis. Þá fá skólar og aðrar stofnanir, sem sinna starfsmenntun, tækifæri til að kynna hvaðeina sem eykur áhuga á starfsmenntun. 

Starfsmenntavikunni á Íslandi verður ýtt úr vör með málstofu.  Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra mun þar opna vefinn Nám og störf og fulltrúar aðila í starfsmenntun munu fjalla um nýjungar og tækifæri í starfsmenntun bæði hér innanlands og í Evrópu. 

 Dagskrá

 • Opnun Evrópsku starfsmenntavikunnar á Íslandi og opnun á vefnum Nám og störf. 
  Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
 • Viðburðir vikunnar í starfsmenntaskólum.
  Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, skólameistarafélagi Íslands
 • Af hverju starfsnám?
  Starfsmenntanemendur segja frá
 • EQAMOB - Gæðaviðurkenning fyrirtækja sem taka þátt í námsmannaskiptum í Evrópu.
  Helen Gray og Inga Birna Antonsdóttir, IÐUNNI fræðslusetri
 • Reynslusaga frá Erasmus+ námsmannskiptum.
  Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, nýsveinn í húsasmíði
 • Gagnvirkar vefbækur – fyrir fagfólk framtíðar.
  Heiðar Ingi Svansson, Iðnú útgáfu
 • Frítt námsefni og spjaldtölvur.
  Þór Pálsson, RAFMENNT
 • Að gera hæfni sýnilega.
  Sveinn Aðalsteinsson, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
 • Tækifæri nemenda í starfsmenntun til starfsþjálfunar í Evrópu.
  Ágúst Hjörtur Ingþórsson, Rannís
Þetta vefsvæði byggir á Eplica