Erasmus+ á Menntakviku Háskóla Íslands 2025

19.9.2025

Starfsmenntateymi Erasmus+ tekur þátt í málstofunni 
Raddir úr framhaldsskólanum: Upplifun, stuðningur og sýn til framtíðar á Menntakviku HÍ.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi vinnur markvisst að því að styðja við alþjóðafulltrúa í starfsmenntastofnunum og skólum á framhaldsskólastigi sem bjóða upp á list-, verk- og iðnnám og taka þátt í Erasmus+ áætluninni. Til að fá skýrari mynd af stöðu og þörfum alþjóðastarfs var framkvæmd rannsókn í samstarfi við Maskínu og starfsmenntateymi Erasmus+.

Niðurstöðurnar varpa ljósi á stöðu alþjóðastarfs í íslenskum framhaldsskólum sem bjóða upp á list-, verk- og iðnnám og starfsmenntastofnunum og hvernig best er hægt að styðja við það starf til framtíðar.

Fjallað verður um niðurstöður rannsóknarinnar á sérstakri málstofu á Menntakviku Háskóla Íslands sem fer fram daga 2. - 4. október. 

Heiti erindis: Lykillinn að árangursríku alþjóðastarfi í starfsmenntun: Niðurstöður rannsóknar meðal alþjóðafulltrúa

Nafn málstofu Raddir úr framhaldsskólanum: Upplifun, stuðningur og sýn til framtíðar

Tímasetning: Föstudaginn 3. október kl. 09:00.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og aðra viðburði Menntakviku má finna með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan: 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica