Euroguidance og Eurodesk á Íslandi bjóða upp á kynningu á tækifærum sem Rannís býður upp á, á vegum Landskrifstofu Erasmus+ , European Solidarity Corps og Nordplus .
Kynningin er aðallega hugsuð fyrir náms- og starfsráðgjafa, aðra ráðgjafa sem og starfsfólk, sem starfa með ungu fólki á aldrinum 14-30 ára.
Á kynningunni verður farið yfir þau tækifæri erlendis sem bjóðast í gegnum þær áætlanir sem að Rannís umsýslar. Kynningin er á vegum Eurodesk og Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar (Euroguidance) á Íslandi. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast nánar möguleikum og þeim tækifærium sem styðja ungt fólk í alþjóðlegri þátttöku, námi og starfsreynslu. Starfsfólk mun líka svara spurningum og ræða við þátttakendur.
Kynningin verður þann 4. september kl. 14:00 og fer fram á Teams.
Skráning er opin og hvetjum við áhugasöm til að skrá sig.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.