Erasmus+ café - Innsýn í rannsókn um inngildingu ungs flóttafólks á Íslandi

25.11.2025

Verið velkomin á óformlegt kaffispjall (á netinu) með rannsakendum í ESRCI-rannsóknarverkefni Háskóla Íslands miðvikudaginn 3. desember kl. 10:00.
Verkefnið skoðar reynslu flóttafólks frá Sýrlandi og Írak, sem kom til landsins á árunum 2016–2021 en í rannsókninni er athygli sérstaklega beint að inngildingu barna og ungmenna á flótta í íslensku samfélagi. 

Þau Muhammad Emin Kizilkaya (doktorsnemi á félagsvísindasviði) og Zulaia Johnston da Cruz (doktorsnemi á menntavísindasviði) munu sitja fyrir svörum og ræða málin við inngildingarfulltrúa landskrifstofu Erasmus+.  

Rætt verður um rannsóknarstörf þeirra og viðtöl við ungt fólk í þessum hópi hafa sýnt þeim. Meðal viðfangsefna rannsóknarinnar eru menntun, annarsmálsfræði og tungumálanám, vellíðan, samfélagslegt net, traust og aðgengi að úrræðum og þjónustu.

Við hvetjum ykkur til að setjast niður með kaffibolla og hlusta á samtal sem verður í óformlegum búningi frekar en í formi fyrirlesturs. Samtalið fer fram á íslensku. Hægt verður að spyrja rannsakendur og hvetjum við til þess, en það er okkar von að innsýn í rannsóknarniðurstöður geti nýst þeim sem vinna með ungu flóttafólki í daglegum störfum.

Verkefnið hlaut Öndvegisstyrk frá Rannsóknasjóði Rannís árið 2023.

Skráning   









Þetta vefsvæði byggir á Eplica