Ráðstefnutækifæri: eTwinning ráðstefna fyrir skólastjórnendur

10.9.2025

  • Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-1429x1080px-1-_1757498400796

Dagana 6.–8. nóvember 2025 verður haldin eTwinning ráðstefna fyrir skólastjórnendur í Istanbúl, Tyrklandi. Ráðstefnan fer fram á Intercontinental Istanbul.

Um ráðstefnuna

Ráðstefnan er ætluð skólastjórnendum sem þegar hafa reynslu af eTwinning og vilja efla hlutverk sitt sem leiðtogar innan alþjóðlegs skólasamstarfs. Á dagskrá eru fyrirlestrar, vinnustofur og tækifæri til tengslamyndunar sem miða að því að:

  • styrkja leiðtogahlutverk skólastjóra í eTwinning,

  • efla getu skólastjórnenda til að styðja kennara í sínum skólum,

  • byggja upp varanlegt alþjóðlegt samstarf.

Hagnýtar upplýsingar

  • Hvenær? 6.–8. nóvember 2025

  • Hvar? Intercontinental Istanbul, Istanbúl, Tyrkland

  • Fyrir hverja? Skólastjórnendur með reynslu af eTwinning

  • Tungumál: Enska

  • Fjöldi frá Íslandi: Einn skólastjóri

  • Ferðastyrkur: eTwinning landskrifstofan greiðir flug, gistingu og akstur til/frá flugvelli.

  • Skilyrði: Að kynna eTwinning og ráðstefnuna í sínum skóla að lokinni ferð og skila stuttri ferðasögu til landskrifstofunnar.

Skráning fer fram hér 

ATH. Umsóknarfrestur er stuttur, eða aðeins til 15. september 2025.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica