Kennarar á framhaldsskólastigi eru boðnir velkomnir að sækja um þátttöku á norrænni eTwinning ráðstefnu sem haldin verður í Óðinsvéum í Danmörku dagana 15.–17. apríl 2026. Megináherslan verður á notkun gervigreindar (AI) í kennslu og hvernig hægt er að efla stafrænt samstarf á milli skóla með eTwinning. Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2026.
Ráðstefnan er frábært tækifæri fyrir kennara sem vilja efla færni sína í alþjóðlegu samstarfi, þróa ný verkefni og kynnast starfsfólki framhaldsskóla víðs vegar af Norðurlöndum. Á dagskrá eru fyrirlestrar, smiðjur og tækifæri til að hefja samstarf um eTwinning-verkefni með öðrum þátttakendum.
Áherslan verður sérstaklega á:
hvernig gervigreind getur stutt við kennslu og nám á framhaldsskólastigi
þróun og skipulag eTwinning-verkefna
tengslamyndun og norrænt samstarf
Hvenær?
15.–17. apríl 2026
Hvar?
Óðinsvé, Danmörku
Fyrir hverja?
Kennara á framhaldsskólastigi
Tungumál:
Enska
Fjöldi frá Íslandi:
Þrír þátttakendur
Ferðastyrkur:
eTwinning landskrifstofan greiðir flug, gistingu og þátttökugjöld.
Skilyrði:
Að kynna eTwinning og ráðstefnu í eigin skóla að lokinni ferð og skila ferðasögu til landskrifstofunnar til birtingar á heimasíðu eTwinning.
Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2026.