Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2026 og eru fyrstu frestir ársins í febrúar og mars.
Landskrifstofa Erasmus+ og European Solidarity Corps mun á nýju ári standa fyrir fjölbreyttum viðburðum þar sem styrktækifæri ársins eru kynnt.
Það er von Landskrifstofu að allir markhópar finni hér viðburð við hæfi og geti fundið þannig stuðning í umsóknarferlinu. Einnig er velkomið að hafa samband við starfsfólk Landskrifstofu.
Neðst á síðunni er skráning fyrir þá fundi sem þú hyggst sækja. Við munum svo senda þér nánari upplýsingar.
13. janúar kl. 14:00 - Vefstofa um skammtímaverkefni í Erasmus+ nám og þjálfun (Short term mobility projects) fyrir aðila í starfsmenntun og á leik- grunn- og framhaldsskólastigi.
14. janúar kl. 14:00 - Vefstofa um skammtímaverkefni í Erasmus+ nám og þjálfun (Short term mobility projects) fyrir þau sem starfa í fullorðinsfræðslu.
19. janúar kl. 14:00 – Vefstofa fyrir aðila sem eru með Erasmus+ aðild (Accreditation) í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á leik- grunn- og framhaldsskólastigi.
20. janúar kl. 14:00 – Vefstofa fyrir aðila sem eru með Erasmus+ aðild (Accreditation) á leik- grunn- og framhaldsskólastigi.
21. janúar kl. 11:00 - 12:00 - Vefstofa - tækifæri fyrir samtök/stofnanir
21. janúar kl. 15:00 -16:00 - Vefstofa fyrir ungt fólk
21. janúar kl.12:30 - Frá hugmynd til framkvæmdar
Hádegisfundur á Kjarvalsstöðum um samstarfsverkefni (KA2). Reyndur verkefnastjóri segir frá reynslu sinni, starfsfólk Landskrifstofunnar fer yfir lykilatriði samstarfsverkefna og síðan munu þátttakendur vinna í sinni hugmynd að verkefni. Súpa og nýbakað brauð í boði í byrjun fundar.
22. janúar kl. 16:00-19:00 - "Application lab" eða vinnusmiðja fyrir þau sem ætla að sækja um í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps í Stúdentakjallaranum.
11. febrúar kl. 14:00 - 15:30 - Vinnusmiðja þar sem þátttakendur vinna í sinni umsókn með dyggri aðstoð starfsfólks frá Landskrifstofunni. Staðsetning: Rannís, 3.hæð. Borgartún 30.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.