Kynningarviðburðir framundan. Hvað langar þig að gera? Hvert langar þig að fara?

18.12.2025

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2026 og eru fyrstu frestir ársins í febrúar og mars. 

Landskrifstofa Erasmus+ og European Solidarity Corps mun á nýju ári standa fyrir fjölbreyttum viðburðum þar sem styrktækifæri ársins eru kynnt.

Það er von Landskrifstofu að allir markhópar finni hér viðburð við hæfi og geti fundið þannig stuðning í umsóknarferlinu. Einnig er velkomið að hafa samband við starfsfólk Landskrifstofu.

Neðst á síðunni er skráning fyrir þá fundi sem þú hyggst sækja. Við munum svo senda þér nánari upplýsingar.

Almennar kynningar

13. janúar kl. 14:00 - Vefstofa um skammtímaverkefni í Erasmus+ nám og þjálfun (Short term mobility projects) fyrir aðila í starfsmenntun og á leik- grunn- og framhaldsskólastigi.

14. janúar kl. 14:00 - Vefstofa um skammtímaverkefni í Erasmus+ nám og þjálfun (Short term mobility projects) fyrir þau sem starfa í fullorðinsfræðslu.

19. janúar kl. 14:00 – Vefstofa fyrir aðila sem eru með Erasmus+ aðild (Accreditation) í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á leik- grunn- og framhaldsskólastigi.

20. janúar kl. 14:00 – Vefstofa fyrir aðila sem eru með Erasmus+ aðild (Accreditation) á leik- grunn- og framhaldsskólastigi.

Æskulýðshluti Erasmus+ og European Solidarity Corps

21. janúar kl. 11:00 - 12:00 - Vefstofa - tækifæri fyrir samtök/stofnanir

21. janúar kl. 15:00 -16:00 - Vefstofa fyrir ungt fólk

Viðburðir á staðnum

21. janúar kl.12:30 - Frá hugmynd til framkvæmdar 

Hádegisfundur á Kjarvalsstöðum um samstarfsverkefni (KA2). Reyndur verkefnastjóri segir frá reynslu sinni, starfsfólk Landskrifstofunnar fer yfir lykilatriði samstarfsverkefna og síðan munu þátttakendur vinna í sinni hugmynd að verkefni. Súpa og nýbakað brauð í boði í byrjun fundar.

22. janúar kl. 16:00-19:00 - "Application lab" eða vinnusmiðja fyrir þau sem ætla að sækja um í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps í Stúdentakjallaranum.

11. febrúar kl. 14:00 - 15:30 - Vinnusmiðja þar sem þátttakendur vinna í sinni umsókn með dyggri aðstoð starfsfólks frá Landskrifstofunni. Staðsetning: Rannís, 3.hæð. Borgartún 30. 

Skráning

Endilega fylgstu með okkur líka á Facebook og/eða Instagram









Þetta vefsvæði byggir á Eplica