Kynningar og fundir á vegum Rannís á Vesturlandi og í Vesturbyggð

18.9.2025

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vesturbyggð heim þann 23. september nk. til að kynna ýmis tækifæri og styrki sem bjóðast í alþjóðasamstarfi.

Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana:

  • Erasmus+, áætun ESB fyrir öll skólastig, æskulýðsmál og íþróttir
  • Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlun ESB
  • Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar
  • Uppbyggingarsjóð EES

Rannís hvetur sveitarfélög, skóla, fræðsluaðila, menningarstofnanir, æskulýðsgeirann, íþróttafélög, fyrirtæki, ungt fólk og öll sem áhuga hafa á alþjóðasamstarfi að nýta tækifærið og mæta. Starfsfólk okkar verður svo til taks eftir kynningarnar fyrir þau sem vilja ræða möguleikana í norrænu og evrópsku samstarfi nánar.

23. september

  • Kl. 12:00-13:00 - Opinn kynningarfundur á Bíldudal, á Vegamótum. Súpa í boði.
  • Kl. 16:30-18:00 - Opinn kynningarfundur í Félagsheimilinu á Patreksfirði. Kaffi og með því.

Það væri frábært ef þið skráið ykkar, til að áætla magn veitinga.

Skráning

Þessar ferðir eru skipulagðar í samstarfi við sveitarfélagið Vesturbyggð .

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir um fundinn til Evu Einarsdóttur kynningarfulltrúa: eva.einarsdottir@rannis.is, sími: 691 3351.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica