Í september 2025 býður eTwinning upp á fjóra alþjóðlega samstarfsviðburði á netinu fyrir kennara sem vilja hefja eða taka þátt í evrópskum verkefnum með skólum víðs vegar í Evrópu.
Markmið viðburðanna að þátttakendur geti fundið samstarfsaðila í öðrum löndum til að þróa ný verkefni saman en þátttakendur fá einnig innsýn í hvernig eTwinning-verkefni eru skipulögð. Þetta er frábært tækifæri til að hefja eða endurnýja alþjóðlegt samstarf í eTwinning.
Viðburðirnir fara fram á mánudögum í september, kl. 15:00–16:30/17:00 að íslenskum tíma (17:00 CET), og eru haldnir á Zoom. Hver viðburður tekur 90 til 120 mínútur og fer fram á ensku.
Dagsetning | Markhópur | Aldur nemenda | Skráningarfrestur |
---|---|---|---|
8. september | Leikskólakennarar | 3–6 ára | 1. september 2025 |
15. september | Kennarar á yngsta og miðstigi grunnskóla | 6–12 ára | 8. september 2025 |
22. september | STEM-kennarar á efsta stigi grunnskóla | 12–15 ára | 15. september 2025 |
29. september | Enskukennarar á framhaldsskólastigi | 15–18 ára | 22. september 2025 |
Viðburðirnir eru opnir fyrir kennara sem:
eru skráðir í eTwinning (á European School Education Platform),
geta átt samskipti á ensku, bæði í rituðu og töluðu máli,
hafa áhuga á að vinna að alþjóðlegum samstarfsverkefnum, hvort sem þeir eru byrjendur eða hafa reynslu.
Hámarksfjöldi þátttakenda frá hverju landi er 25–30 kennarar. Ef eftirspurn verður mikil er mögulegt að bæta við plássum.
Viðburðirnir eru skipulagðir í samstarfi við eTwinning-skrifstofur í eftirfarandi löndum:
Lettland, Litháen, Eistland, Ítalía, Grikkland, Tékkland, Pólland, Ísland og Belgía (flæmski hluti).