Tilkynnt hefur verið um að flugfélagið Play leggi niður starfsemi sína. Vafalaust hefur sú þróun áhrif á áform einhverra af þeim fjölmörgu þátttakendum í Erasmus+ sem eru á leið í ferðalag eða eru stödd erlendis. Landskrifstofa hefur tekið saman upplýsingar sem vonandi koma styrkþegum að notum í þessari stöðu.
Til flugfarþega:
Landskrifstofa hvetur öll sem eiga bókað flug með Play að kanna strax sína stöðu og leita til síns verkefnisstjóra/alþjóðafulltrúa.
Upplýsingar um réttindi flugfarþega og hvað eigi að gera í stöðunni má finna á heimasíðu Samgöngustofu.
Til verkefnisstjóra/tengiliða verkefna:
Erasmus+/ESC ferðastyrkur er almennt ákveðin upphæð miðað við fjarlægð á milli staða og miðast ekki við raunkostnað ferða. Verkefnisstjóri þarf að athuga fjármagnsstöðu verkefnisins og hvort hægt sé að borga annan ferðastyrk með því fjármagni sem þegar er fyrir hendi.
Ef ferð er ekki farin og fellur alveg niður vegna falls Play, þá er ferðastyrkurinn almennt samþykktur af Landskrifstofu á lokaskýrslustigi.
Einnig er mögulegt að ferðakostnaður fáist endurgreiddur og hægt sé að fara í ferðirnar á öðrum tíma.
Ef óhjákvæmilegur kostnaður fellur á verkefnið vegna falls Play getur styrkþegi óskað eftir því að Landskrifstofa fallist á aukalegan kostnað. Til þess þarf styrkþegi að geta 1) sýnt fram á að óskað hafi verið eftir endurgreiðslu, 2) rökstutt hvers vegna ekki var hægt að fresta ferðinni og 3) sýnt að endurgreiðsla hafi ekki gengið í gegn að fullu eða hluta. Slíkar beiðnir berist Landskrifstofu við fyrsta tækifæri.
Í samstarfsverkefnum þarf verkefnisstjóri að endurskoða fjárhagsáætlun verkefnisins fyrir aukalegan ferðakostnað, ef ferðin fellur ekki niður. Halda þarf vel til haga hvaða breytingar verða á verkþáttum og hafa samband við Landskrifstofu, ef við á.
Verkefnisstjóri skal halda vel utan um öll gögn og kvittanir.
Verkefnisstjórar eru hvattir til að hafa samband við starfsfólk Erasmus+/ESC á Íslandi ef spurningar vakna sem ekki fást svör við hér að ofan, sjá: https://www.erasmusplus.is/starfsfolk/
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.