Evrópusambandið stendur fyrir opnu samráði til að tryggja að evrópsk stefnumótun um íþróttir sé bæði inngildandi og víðtæk.
Stefnumótun Evrópusambandsins í íþróttum byggir á þeirri sýn að þær séu ekki einungis skemmtun eða afþreying, heldur mikilvægt framlag til lýðheilsu, menntunar og inngildingar. Hún fer fram innan stefnurammans European Sport Model, sem byggir á þremur meginstoðum: lýðheilsu, félagslegri samþættingu og efnahagslegum jöfnuði. Þessar stoðir eiga að tryggja að öll hafi aðgang að íþróttum óháð uppruna, kyni og getu.
Samráðið stendur til 8. desember nk. og er opið öllum sem hafa skoðun á evrópskri stefnumótun í málaflokknum, þar með talið íþróttafólki, kennurum og áhugafólki um íþróttir.
Þau sem taka þátt hjálpa með sínu framlagi til við að skilgreina hvaða atriði ættu að njóta forgangs í stefnumótun og átaksverkefnum um íþróttir vítt og breitt um Evrópu, sem hefur einnig áhrif á hvaða markmið Erasmus+ áætlunin setur sér á þessu sviði.
Nánari upplýsingar:
Slóð á samráð Evrópusambandsins
Ræða Glenn Micallef, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins á sviði kynslóðajafnréttis, menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála, um stefnumótunina.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.