Í samvinnu við STÍL, Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og Vigdísarstofnun, stendur Rannís fyrir viðburði í tilefni Evrópska tungumáladagsins fimmtudaginn 25. september kl. 17:00 í Veröld – húsi Vigdísar.
Evrópski tungumáladagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert þann 26. september en að þessu sinni verður viðburðurinn á vegum Rannís og samstarfsaðila haldinn daginn áður, fimmtudaginn 25. september.
Í ár er haldið upp á 25 ára afmæli Evrópska tungumáladagsins. Af því tilefni munu Evrópska tungumálamiðstöðin (ECML) og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birta sérstaka hvatningarstefnu (Motivation Manifesto) þar sem hvatt er til tungumálanáms.
Yfirskrift viðburðarins verður „Eflum tungumálanám“ og munu þrír frummælendur fjalla um hvata í tungumálanámi út frá mismunandi sjónarhornum:
Ásrún Jóhannsdóttir, aðjúnkt í ensku við Háskóla Íslands: „Hvati í tungumálakennslu: áskoranir og tækifæri“
Donata Honkowicz Bukowska, sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu: „Þökk sé tungumálum er heimurinn ekki þögull“
Sigrún Freygerður Finnsdóttir, nemandi við Háskóla Íslands og handhafi Stúdentaverðlauna STÍL 2025: „Í takt við tímann“
Eydís Inga Valsdóttir, teymisstjóri á mennta- og menningarsviði Rannís:
Kynning á eTwinning sem verkfæri fyrir tungumálakennara
Við hvetjum alla tungumálakennara til að fagna degi evrópskra tungumála með okkur og kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem standa til boða.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.