eTwinning á Íslandi heldur í janúar, febrúar og mars nýja vefstofuröð í samstarfi við Nýmennt og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hver vefstofa verður leidd af reyndum eTwinning-sendiherra sem kynnir hvernig finna má samstarfsaðila í Evrópu og hvernig hefja má verkefni sem tengja saman nám, leik, tungumál og menningu.Vefstofurnar eru sérstaklega ætlaðar kennurum á öllum skólastigum sem vilja kynnast því hvernig eTwinning getur auðgað kennslu, stutt skapandi verkefnavinnu og opnað dyr að alþjóðlegu samstarfi í gegnum öruggt stafrænt umhverfi.
Fyrir vefstofuna sendum við út leiðbeiningar um hvernig á að skrá sig í eTwinning ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum.
20. janúar kl. 15–16
Leiðbeinandi: Patricia Segura Valdés, leikskólakennari
Þessi vefstofa fjallar um hvernig leikskólar geta nýtt eTwinning til að vinna með alþjóðleg verkefni sem hjálpa börnum að læra um vináttu, fjölbreytileika og menningu í gegnum leik og sköpun. Farið verður yfir skráningu, leit að samstarfsaðilum og einföld verkefni sem henta yngstu börnunum.
Nánari upplýsingar og skráning: https://nymennt.hi.is/is/etwinning-fyrir-byrjendur-leikskolar
18. febrúar kl. 15–16
Leiðbeinandi: Már Ingólfur Másson, grunnskólakennari
Kynning á því hvernig grunnskólakennarar geta unnið skapandi og fjölbreytt verkefni með skólum í öðrum Evrópulöndum. Nemendur fá tækifæri til að efla tungumál, menningarvitund, samstarfshæfni og stafræna færni. Leiðbeint verður um skráningu, leit að samstarfsaðilum og upphaf verkefna.
Nánari upplýsingar og skráning: https://nymennt.hi.is/is/etwinning-fyrir-grunnskola
12. mars kl. 15–16
Leiðbeinandi: Sigríður Halldóra Pálsdóttir, framhaldsskólakennari
Hér verður fjallað um hvernig framhaldsskólakennarar geta nýtt eTwinning til að tengja saman námsgreinar, tungumál og alþjóðlega vitund nemenda. Verkefni með jafnöldrum víða um Evrópu efla samskiptahæfni, gagnrýna hugsun og skapandi starf. Farið verður yfir skráningarferli, samstarfsleit og þróun verkefna.
Nánari upplýsingar og skráning: https://nymennt.hi.is/is/etwinning-fyrir-framhaldsskola
Vefstofurnar eru ókeypis, aðgengilegar öllum kennurum og henta bæði þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í eTwinning og þeim sem vilja fá innblástur og þróa nýjar hugmyndir.