eTwinning herferð 2025: Tækifæri til samstarfs og nýrra verkefna

17.9.2025

  • Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-1429x1080px

Frá 18. september til 18. október nk. stendur yfir árleg eTwinning kynningarherferð sem hefur það markmið að auka sýnileika, hvetja fleiri kennara til þátttöku og kynna fjölbreytt tækifæri til alþjóðlegs skólasamstarfs.

Frá 18. september til 18. október 2025 stendur yfir árleg eTwinning kynningarherferð. Markmið hennar er að auka sýnileika eTwinning, hvetja fleiri kennara til þátttöku og kynna fjölbreytt tækifæri til alþjóðlegs skólasamstarfs.

Áherslur herferðarinnar eru meðal annars:

  • að tengja kennara víðs vegar um Evrópu til að deila hugmyndum og vinna saman,

  • að styðja kennara við að finna samstarfsaðila til að þróa þverþjóðleg verkefni,

  • að efla faglegt net og starfsþróun,

  • og að tengja eTwinning betur við Erasmus+ með því að hanna sterkari og nýstárlegri verkefni.

Herferðin verður kynnt á samfélagsmiðlum og í tengslum við hana verður boðið upp á margvíslegar vefstofur og viðburði en fyrsta vefstofan verður haldinn strax þann 18. september kl. 14:00 á íslenskum tíma (kl. 16:00 CEST), þar sem kennarar fá leiðsögn um hvernig hægt er að hefja eTwinning verkefni, finna samstarfsaðila og vinna með þemað lýðræði og borgaravitund. 

Nánari upplýsingar og skráning á vefstofuna fer fram hér. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica