Þann 12. september verða haldnar tvær vefstofur í æskulýðshluta Erasmus+.
Vefstofurnar eru ætlaðar þeim sem hyggjast sækja um í æskulýðshlutanum þann 1. október n.k. Fjallað verður um ungmennaskipti, nám- og þjálfun starfsfólks í æskulýðsstarfi, þátttökuverkefni ungs fólks, DiscoverEU Inclusion Action og samfélagsverkefni í European Solidarity Corps áætluninni.
Vefstofa 12. september kl. 11:00
Vefstofa 12. september kl. 13:00
Þau sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvött til að skoða heimasíðu Erasmus+ – en þar eru upplýsingar um skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin og upphæðir styrkja.
Á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna handbækur fyrir Erasmus+ og European Solidarity Corps. Einnig er velkomið að setja sig í samband við starfsfólk Landskrifstofunnar á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps.
Upplýsingarnar á þessari síðu eru birtar með fyrirvara um villur og breytingar. Allar tímasetningar miðast við íslenskan tíma.
Auglýsing um umsóknir í Erasmus+ fyrir árið 2025 í heild sinni.
Auglýsing um umsóknir í European Solidarity Corps fyrir árið 2025 í heild sinni.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.