Fréttir: október 2016

31.10.2016 : Norræn tengslaráðstefna í fullorðinsfræðslu

Erasmus+ for Adult Education Nordic Contact Seminar “Guidance in Adult Education – Supply & Take-up”

Lesa meira

28.10.2016 : Námskeið í þróun hugmynda að samstarfsverkefnum þann 8. nóvember nk.

Skoski ráðgjafinn Paul Guest heldur þann 8. nóvember nk. námskeið fyrir umsækjendur samstarfsverkefna Erasmus+. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Rannís að Borgartúni 30 frá kl.13:00 - 17:00.

Lesa meira

24.10.2016 : Umsóknarfrestir fyrir menntahluta Erasmus+ 2017

Umsóknarfrestur Erasmus+ verkefna í flokknum Nám og þjálfun (KA1) er 2. febrúar 2017. Umsóknar­frestur fyrir Erasmus+ fjöl­þjóðleg samstarfs­verkefni (KA2) er 29. mars 2017.

Lesa meira
Hópmynd af þátttakendum námskeiðsins

19.10.2016 : Samtal um ráðgjöf fyrir nemendur og starfsfólk framhalds- og háskóla sem hyggur á nám og þjálfun erlendis

Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa, alþjóðafulltrúa og aðra þá sem veita fólki sem hyggur á nám eða þjálfun erlendis var haldið þann 18. október. Að námskeiðinu stóðu Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafa, Europass verkefnið, og Evrópuverkefnið Bologna Reform in Iceland (BORE II) sem miðar að því að efla ákveðna þætti í íslensku háskólastarfi. Efling ráðgjafar vegna náms og þjálfunar erlendis, aukin þátttaka minnihlutahópa í námi og þjálfun erlendis og samstarf fagaðila innan menntastofnana við ráðgjöf er eitt áhersluatriði í BORE II verkefninu.

Lesa meira

18.10.2016 : Framúr­skarandi vettvangur skóla- og fræðslu­mála í Evrópu

Vefgátt skóla- og fræðslumála í Evrópu, School Education Gateway , var opnuð almenningi í febrúar 2015 og frá því í maí 2016 hafa rafræn námskeið fyrir kennara (Teacher Academy) verið þar í boði. Við formlega opnun vef­gáttar­innar, sem fram fer 19. október nk., mun framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins beina sjónum sínum að málefnum tengdum kennara­starfinu og horfa fram á við, með það að markmiði að skoða hvernig hægt er að gera vefgáttina að framúr­skarandi vettvangi skóla- og fræðslu­mála í Evrópu.

Lesa meira

13.10.2016 : Undirritun íslenska hæfnirammans um menntun

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA), BSRB, Kvasir, Leikn, Bandalag háskólamanna (BHM), Samtök íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) undirrituðu þann 12. október sl. yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica