Norræn tengslaráðstefna í fullorðinsfræðslu

31.10.2016

Erasmus+ for Adult Education Nordic Contact Seminar “Guidance in Adult Education – Supply & Take-up”

Athugið að þátttaka í þessari ráðstefnu er bundin við ákveðinn fjölda þátttakenda frá hverju Norðurlandanna.

Hvar og hvenær: Grand Hótel, Reykjavík, 8.-10. nóvember 2016

  • Þema: Námsráðgjöf í fullorðinsfræðslu – framboð og eftirspurn með sérstakri áherslu á þá sem hafa litla formlega menntun.

  • Fyrir hverja? Fagfólk í fullorðinsfræðslu

  • Markmið: Þátttakendur þrói hugmyndir að Erasmus+ verkefnum með fagfólki frá öðrum Evrópulöndum. Verkefnin tengjast þema ráðstefnunnar.

  • Tungumál: Viðburðurinn fer fram á ensku.

  • Dagskrá: Hefst seinni partinn 8. nóvember og lýkur um að kveldi 10. nóvember. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en hún mun samanstanda af fyrirlestrum og vinnustofum. Þungamiðjan verður skipulagning og stofnun verkefna með stuðningi starfsfólks landskrifstofa Erasmus+ og EPALE. 

Nánari upplýsingar verða uppfærðar á  vefsíðu ráðstefnunnar þegar nær dregur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica