Samtal um ráðgjöf fyrir nemendur og starfsfólk framhalds- og háskóla sem hyggur á nám og þjálfun erlendis

19.10.2016

  • Hópmynd af þátttakendum námskeiðsins
    Hópurinn samankominn í upphafi námskeiðs. Frá vinstri María Kristín Gylfadóttir, Rannís, Kolbrún Eggertsdóttir, HÍ, Elísabet Vala Guðmundsdóttir, FB, Ingibjörg Jóna Þórsdóttir, Tækniskólanum, Heiður Reynisdóttir, HÍ, Birna Björnsdóttir, HR, Guðrún Birgisdóttir, HÍ, Kristrún Sigurðardóttir, FÁ, Bryndís Jónsdóttir, HÍ, Gríma Guðmundsdóttir, ML, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Tækniskólanum og Dóra Stefánsdóttir, Rannís.

Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa, alþjóðafulltrúa og aðra þá sem veita fólki sem hyggur á nám eða þjálfun erlendis var haldið þann 18. október. Að námskeiðinu stóðu Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafa, Europass verkefnið, og Evrópuverkefnið Bologna Reform in Iceland (BORE II) sem miðar að því að efla ákveðna þætti í íslensku háskólastarfi. Efling ráðgjafar vegna náms og þjálfunar erlendis, aukin þátttaka minnihlutahópa í námi og þjálfun erlendis og samstarf fagaðila innan menntastofnana við ráðgjöf er eitt áhersluatriði í BORE II verkefninu.

Megin tilgangurinn með námskeiðinu var að miðla upplýsingum um mikilvægi ráðgjafar fyrir nemendur og starfsfólk framhalds- og háskóla sem hafa hug á náms-/starfsdvöl erlendis og efla samstarf allra þeirra sem að þessari ráðgjöf koma.  Hluta námskeiðsins var varið í samtal þátttakenda um þætti sem snúa að ráðgjöf vegna náms og þjálfunar erlendis – áður en til dvalar er haldið, meðan á dvöl stendur og eftir að heim er komið.  Endanlegt markmið er að útbúa drög verklagsreglum um hvern þátt ráðgjafarinnar, verkaskiptingu fagaðila og miðlun verkfæra sem nýtast við ráðgjöf, s.s. gátlista. Í ljós kom að mikill munur var er á tilhögun ráðgjafar milli skóla, og meira að segja innan saman skóla. Þannig er ráðgjöf ekki háttað með alveg sama hætti á milli sviði innan háskóla Íslands. Náms- og starfsráðgjafar virðast sömuleiðis í fæstum tilfellum taka mikinn þátt í ráðgjafarferlinu en þeir sem sóttu námskeiðið voru mjög áhugasamir um að bæta úr því og aðstoða nemendur sína við að velja þá leið sem kæmi þeim best.

Námskeiðið var fyrsti hluti í ferli sem mun halda áfram á næstu mánuðum.  Hópurinn sem tók þátt í námskeiðinu mun hittast aftur fljótlega til að halda áfram vinnunni en nýir meðlimir eru velkomnir til að taka þátt og verður næsti fundur auglýstur síðar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica