Umsóknarfrestir fyrir menntahluta Erasmus+ 2017

24.10.2016

Umsóknarfrestur Erasmus+ verkefna í flokknum Nám og þjálfun (KA1) er 2. febrúar 2017. Umsóknar­frestur fyrir Erasmus+ fjöl­þjóðleg samstarfs­verkefni (KA2) er 29. mars 2017.

Nám og þjálfun – umsóknar­frestur 2. febrúar 2017

Nám og þjálfun veitir starfsfólki menntastofnana og fyrirtækja á öllum skólastigum, sem og nemendum í starfsmenntun og á háskólastigi, tækifæri til að sinna námi, starfsþjálfun og kennslu í 33 Evrópulöndum.

Tækifæri í flokknum Nám og þjálfun eftir skólastigum:

  • Nám og þjálfun á háskólastigi: stúdentar 
  • Nám og þjálfun á háskólastigi: kennarar og starfsfólk 
  • Nám og þjálfun í starfsmenntun 
  • Nám og þjálfun á leik-, grunn, og framhaldsskólastigi 
  • Nám og þjálfun í fullorðinsfræðslu

Fjölþjóðleg samstarfsverkefni – umsóknarfrestur 29. mars 2017

Samstarfsverkefni eru 2-3 ára þematengd verkefni sem eiga að stuðla að nýsköpun í menntun á öllum skólastigum og yfirfærslu þekkingar og reynslu á milli Evrópulanda (yfirleitt þrjú samstarfslönd).

Tækifæri í flokknum Samstarfsverkefni eftir skólastigum:

  • Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu 
  • Samstarfsverkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi 
  • Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar 
  • Samstarfsverkefni á háskólastigi

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hvetur alla þá sem ætla að sækja um að byrja að undirbúa verkefni fljótlega. Starfsfólk Landskrifstofu menntahluta Erasmus+ er boðið og búið að veita ráðgjöf í því sambandi.

Undir síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur er hægt að nálgast upplýsingar um umsóknarferlið, skoða kennslumyndbönd og nálgast tæknilegar leiðbeiningar. 

Gott er að kynna sér umsóknarferlið vel áður en hafist er handa við undirbúning og lesa sér til um reglur um styrkveitingar og kröfur til verkefna í Handbók Erasmus+.

Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á síðum viðkomandi undiráætlana.

Hægt er að skoða auglýsingu Framkvæmdastjórnar ESB um umsóknir í Erasmus+ í heild sinni.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica