Vefstofur fyrir umsækjendur um Erasmus+ og European Solidarity Corps vorið 2021

14.4.2021

Tækifærin í mennta- og æskulýðsstarfi í Evrópu eru bæði mörg og fjölbreytt, ekki síst í ár þegar nýtt tímabil í Evrópusamstarfi hefur hafið göngu sína.

Eflaust brenna margar og fjölbreyttar spurningar á umsækjendum. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hefur því skipulagt röð af vinnustofum fyrir ólíka markhópa sem ætlað er að varpa ljósi á styrkjamöguleika ársins 2021.

Vinnustofurnar eru að þessu sinni svokallaðar vefstofur og fara fram á Teams. Á þeim veitir starfsfólk Landskrifstofu almennar upplýsingar um nýtt tímabil Evrópuáætlana og nánari upplýsingar um styrki sem hægt er að sækja um nú í maí. Þetta er kjörinn vettvangur til að fá svör um hvers konar styrkir eru í boði, hvernig sótt er um og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að taka þátt í Erasmus+ og European Solidarity Corps, svo nokkur dæmi séu tekin.

Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og taka virkan þátt í vefstofunum. Engrar skráningar er þörf.

Æskulýðsstarf

Fyrir hverja?: Vefstofa fyrir samtök og stofnanir sem sinna æskulýðsstarfi
Hvað?: Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun, European Solidarity Corps
Hvenær?: 21. apríl kl. 10.30 - 11.30
Hvar?: Slóð á vefstofu

Fyrir hverja?: Vefstofa fyrir ungt fólk
Hvað?: Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun, European Solidarity Corps
Hvenær?: 21. apríl kl. 15.00 - 16.00
Hvar?: Slóð á vefstofu

Starfsmenntun

Fyrir hverja?: Vefstofa fyrir verkefnisstjóra skóla og stofnana sem hafa fengið staðfesta Erasmus aðild
Hvað?: Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun
Hvenær?: 20. apríl kl. 14:00 – 15:00
Hvar? Slóð á vefstofu 

Fyrir hverja?: Vefstofa fyrir verkefnisstjóra skóla og stofnana sem ætla að sækja um skammtímaverkefni

Hvað?: Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun
Hvenær: 21. apríl kl. 14:00 – 15:00
Hvar?: Slóð á vefstofu

Fullorðinsfræðsla

Fyrir hverja?: Vefstofa fyrir fullorðinsfræðsluaðila sem hafa fengið staðfesta Erasmus aðild
Hvað?: Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun
Hvenær?: 21. apríl kl. 9:00 – 10:30
Hvar?: Slóð á vefstofu

Fyrir hverja?: Vefstofa fyrir aðra fullorðinsfræðsluaðila
Hvað?: Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun
Hvenær: 21. apríl kl. 10:30 – 12:00
Hvar?: Slóð á vefstofu

Háskólar

Fyrir hverja?: Opið hús fyrir alþjóðafulltrúa sem eru að vinna í umsóknum
Hvað?: Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun
Hvenær?: 28. apríl kl. 13:00 – 14:30
Hvar?: Slóð á vefstofu send alþjóðafulltrúum háskóla

Fyrir hverja?: Vefstofa fyrir stjórnendur, stúdentasamtök, náms- og starfsráðgjafa og alþjóðafulltrúa
Hvað?: Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun
Hvenær?: 31. maí kl. 13:30-14:15
Hvar?: Slóð á vefstofu

Leik-, grunn- og framhaldsskólar

Fyrir hverja?: Vefstofa fyrir skóla og stofnanir sem hafa fengið staðfesta Erasmus aðild
Hvað?: Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun
Hvenær: 19. apríl kl. 14:00 – 15:00
Hvar?: Slóð á vefstofu

Fyrir hverja?: Vefstofa fyrir aðra skóla og stofnanir
Hvað?: Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun
Hvenær?: 20. apríl kl. 13:00 – 14:00
Hvar?: Slóð á vefstofu

Öll skólastig og æskulýðsmál

Hvað?: Sameiginleg vefstofa um verkefnaflokkinn Erasmus+ samstarfsverkefni
Hvenær?: 27. apríl kl. 14:00 – 15:30
Hvar?: Slóð á vefstofu

Þetta vefsvæði byggir á Eplica