Minnum á umsóknarfrest 5. október næstkomandi

25.8.2021

  • 79823923_749278415574571_916224508304556032_n_1629897557690

Umsóknarfresturinn er í æskulýðshluta Erasmus+ og einnig í European Solidarity Corps.

Í Erasmus+ felast fjölmörg tækifæri fyrir ungmenni, íslensk samtök, sveitarfélög og aðra sem starfa innan æskulýðsvettvangsins. Mögulegt er að sækja um styrki fyrir verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun í æskulýðsstarfi. Einnig eru í boði styrkir sem efla og styrkja ungmenni til þátttöku sem og veita starfsfólki innan æskulýðsvettvangsins þjálfun.

Í æskulýðsáætlun Erasmus+ er nú hægt að sækja um styrki til náms og þjálfunar. Þar er annars vegar hægt að sækja um  ungmennaskipti eða þátttökuverkefni ungs fólks og hins vegar  nám og þjálfun fyrir starfsfólk í æskulýðsmálum.

Sækja um

European Solidarity Corps styrkir

European Solidarity Corps  áætluninni er ætlað að skapa ný tækifæri fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára og mæta þeim áskorunum sem ungt fólk í Evrópu stendur frammi fyrir í dag. Úthlutað er bæði til samtaka fyrir sjálboðaliðaverkefnum og einnig til óformlegra hópa ungs fólks til að framkvæma samfélagsverkefni (Solidarity Projects).

Eitt af markmiðum Erasmus+ og European Solidarity Corps er að tryggja jafnt aðgengi að áætlununum, ekki síst þeim sem búa við skert tækifæri eða mæta hindrunum. Hindranir geta verið af menningarlegum, félagslegum, landfræðilegum eða heilsufarslegum toga. Erasmus+ og ESC bjóða upp á margvíslegan stuðning til að auka aðgengi að tækifærum erlendis og hérlendis. 

Sækja um

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk í æskulýðshluta Erasmus+:

Anna R. Möller og Óli Örn Atlason

Þetta vefsvæði byggir á Eplica