Ungmennaskipti

Fyrir hverja?

Ungt fólk á aldrinum 13-30 ára. Samtök, sveitarfélög, stofnanir og ungt fólk geta sótt um styrk. Hópur ungs fólks sem sækir um styrk þarf að samanstanda af a.m.k. 4 ungum einstaklingum.

Til hvers?

Markmiðið með svona verkefnum er að hvetja ungt fólk til virkni og þátttöku. Í verkefnunum er hægt að vera með fjölbreytt óformlegt nám í t.d. vinnusmiðjur, umræðuhópa, vitundarvakningu o.fl. Verkefnin ættu að miða að því að efla persónulega og félagslega hæfni ungs fólks. Þannig efla þau gildi eins og samstöðu, lýðræði og vináttu.

Ungmennaskipti (Youth Exchanges) eru verkefni þar sem hópar ungs fólks; 13-30 ára frá tveimur eða fleiri Evrópulöndum hittast. Ungt fólk kynnist lífi og menningu jafningja þeirra í öðrum löndum Evrópu í verkefnum sem byggja á hugmyndafræðinni um óformlegt nám. Einnig er hægt að sækja innblástur fyrir áherslu í verkefnum til æskulýðsmarkmiða ESB: European Youth Goals.

Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur

Hvert er markmiðið?

 • Veita ungu fólki tækifæri til almennrar þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Sérstök áhersla er á inngildingu og fjölbreytileika.

 • Efla þvermenningarlega umræðu og upplifun auk þess að öðlast tilfinningu fyrir því að tilheyra Evrópu;
 • Efla færni og víðsýni ungs fólks;
 • Styrkja evrópsk gildi og brjóta niður fordóma og staðalmyndir;
 • Vekja athygli á samfélagslega viðeigandi viðfangsefnum og auka þar með virka þátttöku í samfélaginu
 • Auka vitund ungs fólks um mannréttindi og evrópsk gildi. Æskulýðsmarkmið ESB: European Youth Goals, eru hluti af stefnumótun ungs fólks í Evrópu.
 • Veita ungu fólki tækifæri að hitta jafnaldra frá öðrum Evrópulöndum

Forgangsatriði

Helstu forgangsatriði snúa að því að tryggja aðgengi allra að áætluninni, umhverfisvænt alþjóðastarf, aukna stafræna þróun og færni, sem og sameiginleg gildi og borgaralega þátttöku.

Hverjir geta sótt um?

 • Samtök, stofnanir, sveitarfélög

 • Óformlegur hópur ungs fólks: lágmarksfjöldi er 16 samtals eða a.m.k. 4 einstaklingar á aldrinum 13-30 frá hverju landi
 • Fjöldi getur verið 10 ungmenni ef um inngildingarverkefni er að ræða
 • Hámarksfjöldi í ungmennaskiptum eru 60 þátttakendur

Lögaðilar og ungmennahópar í þátttökulöndum Erasmus+ áætlunarinnar geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin, EFTA löndin; Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Serbíu og Norður-Makedóníu.  Mögulegt er  að vinna með aðilum í öðrum löndum.

Hvað er styrkt/ Styrkupphæðir?

 • Styrkur vegna inngildingar - 100% raunkostnaður

 • Hér er átt við aukinn stuðning fyrir þátttakendur til jafnrar þátttöku sem getur t.d. falist í því að bæta kostnað ferða og uppihalds fyrir sérfræðinga eins og fylgdarmanneskjur, iðju-/þroskaþjálfa, sálfræðinga, túlka o.fl.

 • Styrkur vegna ferðakostnaðar þeirra sem búa fjarri alþjóðaflugvöllum - 80% raunkostnaður.
 • Styrkur vegna vegabréfsáritana, bólusetninga og læknisvottorða - 100% raunkostnaður.
 • € 125 fyrir hvern einstakling sem tekur þátt í ungmennaskiptum. Þessi styrkur er til að styðja við framkvæmd verkefnisins.
 • - Á ekki við um hópstjóra, fylgdarfólk né þann sem leiðir ungmennaskiptaverkefni
 • € 125 í inngildingarstyrk sem verkefnið fær fyrir hvern einstakling sem þarf aukinn stuðning til þátttöku
 • € 41 - € 83 fyrir hvern einstakling á dag sem tekur þátt í ungmennaskiptum (fer eftir hvar þau eru haldin). Þessi styrkur er fyrir uppihald, gistingu og mat í verkefninu.
 • Ungmennaskiptin geta verið í 5 - 21 dag, fyrir utan ferðadaga.
 • Styrkur vegna ferða fyrir alla þátttakendur mældur í vegalengdum á milli staða í beinni loftlínu. Þau sem ferðast með grænum ferðamáta geta fengið allt að fjóra ferðadaga. Hér er reiknivél fyrir vegalengdir.
 • Styrkur vegna undirbúningsheimsóknar: € 680 fyrir allt að tvo fulltrúa frá hverjum þátttökusamtökum, annar aðilinn verður að vera ungmenni ef um tvo fulltrúa er að ræða.  Nauðsynlegt er að rökstyðja þörf fyrir undirbúningsheimsókn í umsókn. 

Hér er reiknivél fyrir vegalengdir

Vegalengd

Hefðbundinn 
ferðastyrkur

Grænn 
ferðamáti

10 – 99 km

€ 23

 € 56

100 – 499 km

€ 211

€ 285

500 – 1999 km

€ 309

€ 417

2000 – 2999 km

€ 395

€ 535

3000 – 3999 km

€ 580

€ 785

4000 – 7999 km

€ 1188

 

8000 km og lengra

€ 1735

 

Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?

Umsækjendur verða sjálfir að finna sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel valið á samstarfsaðilum og kynna sér þeirra reynslu og fagsvið.

Tengslaráðstefnur og námskeið eru skipulögð af landskrifstofum Erasmus+. Þar hefur reynst vel að kynnast samstarfsaðilum. Þessi námskeið eru kynnt á heimasíðum landskrifstofa og SALTO-Youth jafnóðum og upplýsingar um þær berast .

Skilyrði úthlutunar

Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að samtökin/stofnunin/fyrirtækið sem sækir um styrkinn sé með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang. Hér eru nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer. 

Athugið að styrkurinn er ekki hugsaður fyrir námsferðir, hagnaðardrifin ungmennaskipti, verkefni sem falla undir túrisma, þátttöku á hátíðum, ferðalag sem er frí, keppnisferðir, lögbundna fundi eða námskeið fyrir ungmenni á vegum fullorðinna.

Landskrifstofa mælist til þess að styrkhafar í Námi og þjálfun í æskulýðshluta Erasmus+ gangi úr skugga um að þau sem starfa með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri innan ramma verkefnisins hafi ekki hlotið refsidóma vegna ofbeldisbrota, ávana- og fíkniefna eða kynferðisbrota.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica