Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ áætluninni fyrir árið 2020.
Í menntahluta Erasmus+ eru tveir umsóknarfrestir:
Nám og þjálfun: 11. febrúar 2020 kl. 11:00 að íslenskum tíma (athugið að umsóknafrestur var framlengdur)
Samstarfsverkefni: 23. apríl kl. 10:00 að íslenskum tíma (ath. frestur framlengdur vegna Covid - 19, var áður 24. mars).
Í menntahluta er til úthlutunar um 8,7 milljónir evra (um 1,2 ma.kr.).
Í æskulýðshluta Erasmus+ eru þrír umsóknarfrestir þar sem opið er í alla flokka í hverjum fresti:
11. febrúar, 7. maí og 1. október 2020. Athugið að aðeins er tekið á móti umsóknum um stór KA2 nýsköpunarverkefni í æskulýðsstarfi þann 7. maí. (ath. frestur framlengdur vegna Covid - 19, var áður 30. apríl).
Í æskulýðshluta er til úthlutunar um 1,7 milljón evra (um 240 m.kr.).
Þeir sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvattir til að skoða heimasíðuna Erasmus+ – en þar eru upplýsingar um skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti.
Á heimasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna Erasmus+ handbókina. Einnig er hægt að setja sig í samband við starfsfólk Erasmus+ á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í Erasmus+.
Auglýsing um umsóknir í Erasmus+ fyrir árið 2020 í heild sinni.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Landsskrifstofu
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.